Blik - 01.05.1967, Side 43
blik
41
lúðrar þeir, sem Gísli kaupmaður
hafði pantað. Hann seldi þá bráð-
lega burt úr Eyjum, því að víðar á
landinu var vaknaður áhugi fyrir
hljómlist.
Fyrst í stað var enginn í Vest-
mannaeyjum því vaxinn að kenna á
þessi töfratæki, lúðrana eða horn-
in. Þess vegna var ráðinn til þess
maður úr Reykjavík. Sá hét Gísli
Guðmundsson. Engin deili veit ég
önnur á honum. Hann kenndi svo
um skeið þessum hugsjónamönnum
og tónlistarunnendum í Eyjum að
þeyta lúðrana. Jafnframt kenndi
hann Brynjólfi Sigfússyni að stjórna
lúðrasveit eða hornaflokki eins og
lúðrasveit þessi var þá jafnan nefnd.
I Hornaflokknum voru 6 menn,
sem mega með sanni kallast braut-
ryðjendur hér á þessu hljómlistar-
sviði. Hér skulu greind nöfn þeirra
og lúðragerðin, er þeir léku á hver
um sig:
h Pétur bóndi Lárusson á Búastöð-
um, — Piccolo.
2. Lárus verzlunarmaður Johnsen
frá Frydendal, — Sólótenor.
3. Arni Árnason, tómthúsmaður á
Grund við Kirkjuveg, — Cornet.
4- Guðni verzlunarmaður Johnsen
frá Frydendal, — Althorn
5. Páll verzlunarmaður Ólafsson, ?
6- Brynjólfur Sigfússon, bókhaldari,
— Túba. (Þessa túbu Brynjólfs
eigum við Eyjabúar í Byggðar-
safni Vestmannaeyja).
Lúðrarnir kostuðu allir í innkaupi
kr- 320,00.
Þessi fyrsta lúðrasveit Vestmanna-
eyja naut mikillar vinsældar í byggð-
arlaginu, enda lék hún á flestum
útisamkomum, svo sem á þjóðhátíð
Eyjabúa, og við önnur hátíðleg tæki-
færi. Dagar hennar entust í 12 ár
eða til ársins 1916. Þá lognaðist
þetta menningarstarf út af. Ástæður
eru mér ókunnar.
Áður en Brynjóífur Sigfússon
hvarf til framhaldsnáms í tónlist
sumarið 1911, og dvaldist við nám
í Kaupmannahöfn í 9 mánuði, lærði
Sæmundur Jónsson Sighvatssonar í
Jómsborg að leika á bassatúbu þessa,
og lék hann síðan á hana í fjarveru
Brynjólfs hljómsveitarstjóra.
Þegar Sigfús organisti Árnason,
faðir Brynjólfs, sagði af sér organ-
istastarfinu við Landakirkju 1904,
sóttu tveir um stöðu þessa, Brynjólf-
ur sonur organistans og Jón Ágúst
Kristjánsson, söngstjóri „Principals-
kórsins" í Eyjum.
Sóknarnefndin mælti með Brynj-
ólfi Sigfússyni til starfsins eða réði
hann. Þá var hann aðeins 19 ára
gamall. Jafnframt gerðist þessi ungi
maður fyrirvinna móður sinnar og
systkina, er foreldrar hans skildu
þetta ár og faðirinn fór til Ameríku.
Næstu tvö árin var svo Brynjólf-
ur Sigfússon fyrirvinna móður sinn-
ar og systkina, með því að Ragnheið-
ur systir hans, sem var að vísu eldri
en hann, var bundin heimilinu sök-
um lasleika móðurinnar, sem var
brjóstveik og mátti lítið eða ekkert
starf á sig leggja. Brynjólfur og þau
systkinin öll reyndust móður sinni