Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 44
42
BLIK
í alla staði vel í heilsuleysi hennar,
raunum og mótlæti, voru henni
umhyggjusöm og nærgætin, ástrík
0 g einlæg.
Jónína húsfreyja á Löndum lézt
16. nóv. 1906 eins og greint er í 3.
kafla þessarar greinar.
Næsta ár (1906—1907) bjuggu
sytskinin þrjú saman á Löndum, en
Arni tók sér ferð á hendur til Kaup-
mannahafnar haustið 1906 nokkru
áður en móðir þeirra lézt. Þar dvald-
ist hann næstu 2—3 árin við verzl-
unarnám og skrifstofustörf.
Sumarið eða haustið 1907 hættu
systkinin á Vestri-Löndum sameigin-
legu heimilishaldi. Ragnheiður fór
þá til Danmerkur til hjúkrunarnáms,
Leifur bjó sig undir menntaskóla-
nám í Reykjavík, en Brynjólfur hélt
áfram störfum í Austurbúðinni.
Stuttu fyrir jól (17. des.) 1907 flutt-
ist Brynjólfur frá Vestri-Löndum í
herbergi, sem hann hafði tekið á
leigu í Frydendal hjá frú Sigríði
Arnadóttur veitingakonu þar, ekkju
Jóhanns Jörgen, og keypti hann þar
jafnframt fæði og þjónustu. Fyrir
húsnæði, fæði og þjónustu greiddi
Brynjólfur þá kr. 1,25 á dag eða kr.
456,25 yfir árið.
Ekki hafði Brynjólfur Sigfússon
rækt lengi organistastörfin í Landa-
kirkju, er hann varð þess fullviss, að
hann skorti framhaldsnám í orgel-
spili til þess að geta með myndugleik
og af leikni fullnægt öllum kröfum
um það mikilvæga starf. Þess vegna
'skrifaði hann föðurbróður sínum,
Jóni Árnasyni frá Vilborgarstöðum,
sumarið 1905 og beiddist þess, að
hann mæltist til þess við Brynjólf
Þorláksson, organleikara við dóm-
kirkjuna í Reykjavík (1902—1912),
að hann veitti honum framhalds-
kennslu í organleik.
Jón Árnason svaraði bréfi Brynj-
ólfs Sigfússonar 28. sept. 1905.
Brynjólfur Þorláksson sagði organ-
istann í Vestmannaeyjum velkominn
til sín til frekara náms, en hafa skyldi
hann með sér vottorð frá sóknar-
presti og sýslumanni, að hann væri
organisti í Eyjum.
Brynjólfur Sigfússon dvaldist síð-
an við þetta framhaldsnám hjá nafna
sínum hluta úr vetrinum 1906 (eða
haustið 1905) og gat sér mikinn orð-
stír fyrir tónlistarg'áfur og leikni í
orgelleik.
Enginn í Eyjum var því vaxinn
að taka að sér organistastarfið, með-
an Brynjólfur Sigfússon dvaldist við
framhaldsnámið í Reykjavík. En
kunnur söngmaður í Eyjum og fyrr-
um hjálparhella Sigfúsar söngstjóra
Árnasonar þau ár, er hann stjórn-
aði „Söngfélagi Vestmannaeyja",
gerðist nú forsöngvari í Landakirkju,
meðan organistinn var fjarverandi.
Sá maður var Sveinn Pálsson Schev-
ing, bóndi á Steinsstöðum, síðar
hreppstjóri í Eyjum og síðast lög-
regluþjónn, eftir að sveitarfélagið
öðlaðist bæjarréttindi (1918).
Brynjólfur Sigfússon ávann sér
mikið álit og traust hins mæta
manns, Brynjólfs organista í Reykja-