Blik - 01.05.1967, Side 45
blik
43
vík. Til sönnunar því er bréf Brynj-
ólfs Þorlákssonar dags. 28. ágúst
1907 til Brynjóífs Sigfússonar.
Séra Oddgeir Guðmundsen, prest-
ur að Ofanleiti hafði skrifað vini
sínum, Btynjólfi Þorlákssyni organ-
ista, og beðið hann að kenna syni
sínum, Þórði, organleik. Prestssbnur-
inn hafði lítið sem ekkert lært í list
þeirri. Þá var það, sem organisti
Dómkirkjunnar í Reykjavík skrifaði
Brynjólfi Sigfússyni, fyrrv. nemanda
sínum um stutt skeið, og bað hann
að veita prestssyninum að Ofanleiti
undirstöður í organspili, áður en
hann kæmi suður til sín. „Ég hefi svo
góða trú á þekkingu yðar og kunn-
áttu í orgelspili, og ég býst ekki við
að þurfa að taka hann upp í fyrstu
æfingunum, heldur taka við, þar
sem þér endið", skrifaði organistinn.
Jafnframt því að stjórna lúðra-
sveit, sem stofnuð var í Vestmanna-
eyjum, stofnaði Brynjólfur Sigfús-
son söngflokk þar nokkrum árum
eftir að hann gerðist organisti við
Landakirkju. Að sjálfsögðu var
nokkuð af söngfólkinu í kirkjukór
hans einnig þátttakendur í söng-
flokki þessum, sem var einskonar
arftaki karlakórs Söngfélags Vest-
mannaeyja (1894—1904), sem fað-
ir hans stjórnaði og var lífið og sál-
ln í, meðan Söngfélagið var og hét.
AUt þetta tónlistar- og sönglist-
arstarf hins unga manns vakti ó-
skipta athygli málsmetandi manna,
et til Eyja komu. Nemandi í presta-
skólanum, £em kynnzt hafði Brynj-
ólfi og starfi hans við dvöl í Eyjum
1907 skrifar honum 2. október um
haustið:
„Hvaða maður 22 ára skyldi geta
sagt, að hann hefði fleiri ár stjórnað
söngflokkum og lúðrafélagi eða
‘haldið uppi fegurstu list í heilum
bæ".
Hér á bréfritarinn við Kirkjukórinn
og karlakór Brynjólfs hinn fyrsta.
Þessi söngflokkur Brynjólfs Sig-
fússonar bar ekkert nafn um margra
ára skeið. Hann söng á þjóðhátíðum
Vestmannaeyinga og við ýmis önnur
hátíðleg tækifæri. Hann hafði hins
vegar engar fastar starfsreglur, engin
lög, engar samþykktir. Hann æfði
ekki töng stöðugt, heldur þegar há-
tíðahöld eða tyllidagar voru fram-
undan. Sem dæmi má nefna kon-
ungskomuna 1907. Hver vissi þá,
nema kóngsi leggði lykkju á leið
sína til Reykjavíkur og stigi á land
í Eyjum með fríðu föruneyti? Vitað
var og er, að fleiri vegir eru órann-
sákanlegir en vegir sjálfs himna-
konungsins. Færi svo, að kóngur
heimsækti Vestmannaeyjar, þótti
ráðandi mönnum þar ekki annað
betur sæmandi, en að æfður kór
syngi þjóðsöng Danmerkur og svo
t. d. fyrsta erindið af „Eldgamla ísa-
fold", þótt öðru yrði þar sleppt af
gildum ástæðum! Þéís vegna æfði
Brynjólfur Sigfússon kórinn sinn oft
vorið 1907. En þessi von eða ætlan
um heimsókn kóngs til Eyja sumarið
1907 brást gjörsamlega. En hvað um
það? Brynjólfur Sigfússon hafði æti