Blik - 01.05.1967, Page 47
BLIK
45
Sveinn P. Scheving
Br. J. Hannesson
J. Lárusson
Þorsteinn Jónsson
Kristján Ingimundsson
Samþykkur:
Brynj. Sigfússon.
Sumarið 1911 fékk Brynjólfur
leyfi frá starfi hjá Brydes-verzlun til
þess að sigla og fullnuma sig í söng-
og tónlist í Danmörku.
Þann 23. ágúst 1911 sigldi Brynj-
ólfur Sigfússon áleiðis til Kaup-
mannáhafnar. Þar dvaldist hann síð-
an til vorsins 1912 eða í 9 mánuði
og stundaði bæði tónlistarnám og
las verzlunarfræði. Hann nam tón-
fræðina hjá einhverjum kunnasta
tónlistarmanni Dana á þeim tíma,
Júlíusi Foss. Hinn 7. okt. um haustið
gerðu þeir með sér námssamning.
J. Foss tók að sér að kenna Brynj-
ólfi „Orgelspil og Teori" 2 tíma í
viku hverri gegn 15 króna greiðslu
á mánuði. Brynjólfur leigði sér orgel
til að æfa sig á og greiddi fyrir það
5 krónur á mánuði.
Jafnframt tónlistarnáminu stund-
aði Brynjólfur Sigfússon verzlunar-
nám, gekk í verzlunarskóla í Höfn.
Þar nam hann m. a. dönsku, þýzku,
ensku og reikning.
Kennslan fór þar fram alla virka
daga kl. 6—10 e. h.
Ur þessari námsferð til Hafnar
kom Brynjólfur heim 21. maí 1912
°g hóf aftur „bókhald" hjá Bryde
1- júní eða á 10. degi frá heimkomu.
Á hvítasunnudag, 26. maí, eða
5 dögum eftir heimkomu, lék hann
aftur á orgelið í Landakirkju.
Sem fyrr var enginn Eyjabúi því
vaxinn að leysa Brynjólf Sigfússon
af hólmi við kirkjuorgelið veturinn
1911 —1912. Þá bjargaði Sveinn P.
Scheving bóndi aftur söngnum í
kirkjunni, annaðist þar forsöngvara-
störf, meðan organistinn var erlend-
is.
Árið eftir eða hinn 7. nóvember
1913 lagði Brynjólfur Sigfússon
niður öll störf í Austurbúðinni.
Gerðist hann þá starfsmaður hjá
Árna bróður sínum um tveggja mán-
aða skeið, en Árni rak þá bæði verzl-
un og útgerð í Eyjum og var æði
umfangsmikill athafnamaður í fæð-
ingarsveit sinni. Verzlun sína rak
hann að Heimagötu 1, þar sem síð-
ar voru vistarverur Útvegsbankans.
Frá aldamótum og til þess tíma
að Brynjólfur Sigfússon hætti störf-
um í skrifstofu Austurbúðarinnar,
hafði búðar- eða skrifstofumönnum
þar verið gert að skyldu að færa dag-
bók, skrá þar veðurfar, skipakomur
og aðra helztu viðburði í þorpinu.
Þessi dagbók var haldin þar í 13 ár
a. m. k. Skrifarar hennar voru Árni
Filippusson, Páll Oddgeirsson, Krist-
inn Ólafsson, Arinbjörn Ólafsson
auk Brynjólfs Sigfússonar. Allt
kunnir menn í Eyjum og mætir á
sínum tíma.
Þegar Brynjólfur hvarf frá starfi
í skrifstofu Austurbúðarinnar, lauk
dagbókarfærslunni þar. Þá hafði
líka P. J. T. Bryde sjálfur legið í