Blik - 01.05.1967, Page 51
BLIK
49
nýbyggða hjá hjónunum Elínborgu
og Þorsteini. Mánaðarleigan nam
25 krónum. Síðan bjuggu þau í
Laufási til 19. maí 1914. Þann dag
fluttu þau í leiguhúsnæði að Lága-
felli (Vestmannabraut 10).
Ekki höfðu þau hjón, Brynjólfur
og frú Guðrún, lengi notið hamingju
hjónabandsins, er sjúkdómur tók að
þjá frú Guðrúnu. Hún leitaði sér
þá hvað eftir læknishjáipar í Reykja-
vík. Stundum dvaldist hún þar mán-
uðum saman undir læknishendi.
Sjúkrahúslegur frúarinnar lengdust
þegar fram leið. Að síðustu kom að
því, að heimili þeirra og hjúskapar-
líf var ekkert orðið. Árið 1921 —
1922 lá frúin t. d. 8 mánuði sam-
fleytt í sjúkrahúsi eða dvaldist í
Reykjavik undir læknishendi. Árin
liðu og frúin kom ekki heim til
maka síns. Árið 1924 kaupir Brynj-
ólfur Sigfússon sér fæði hjá Árna
bróður sínum a. m. k. um stuttan
tíma. Fyrri hluta ársins 1925 kaupir
hann sér fæði 'hjá Arinbirni Ólafs-
syni, sem þá bjó í Borg (Heimagata
3). En 5. júlí 1925 hóf Brynjólfur
að borða hjá Þórunni Jónsdóttur frá
Túni, er þá bjó og mörg ár síðan í
Þingholti við Heimagötu (2). Þar
keypti hann síðan fæði í 8 ár eða til
ársins 1933.
Brynjólfur Sigfússon og Guðrún
S. Þorgrímsdóttir fengu leyfi til al-
gjörs skilnaðar með bréfi stjórnar-
valdanna dags. 24. okt 1925.
Náfrændi Brynjólfs, er búsettur
var og starfandi í Reykjavík, útveg-
aði hið staðfesta leyfisbréf til hjóna-
skilnaðarins. Hann skrifaði Brynj-
ólfi með leyfisbréfinu: „Þú hefur
sómasamlega og vel gengið undir
þínar byrðar, og eru þeir fáir, sem
gera það betur. Guðrún getur horft
róleg fram, því að henni er vel borg-
ið efnalega”.
Þannig reyndist Brynjólfur Sig-
fússon þessari konu sinni: Mikill
drengskaparmaður í hvívetna, þótt
þau bæru ekki gæfu til að lifa lengi
saman hamingjusömu hjúskaparlífi.
Hjónaband þeirra var barnlaust.
Frú Guðrún Þorgrímsdóttir lézt
22. september 1927 í sjúkrahúsi í
Hafnarfirði.
Það gefur auga leið, að hin lang-
varandi veikindi frú Guðrúnar konu
Brynjólfs og sjúkrahússlegur kost-
uðu eiginmanninn offjár, þar sem
þá var ekki um neinar sjúkratrygg-
ingar að ræða.
Sjálfur gekk Brynjólfur Sigfús-
son hvergi nærri alltaf til starfa heill
heilsu. Árið 1918 fékk hann inflú-
ensuna eða spönsku veikina og bar
þess lengi minjar, eins og svo margir
aðrir. Árið 1921 lá hann aftur þungt
haldinn í sömu veikinni. Lasleiki
hans ágerðist ár frá ári. Árið 1927
var heilsa hans með versta móti. Þá
þjáðist hann mjög af taugasléni og
taugagigt í vinstri öxl. — Þessa
veikinda get ég hér vegna óþrotlegr-
ar ástundunar Brynjólfs organista
við skyldustörf sín í kirkjunni og
annars staðar, þrátt fyrir eigin lík-
amsþrautir og sálarstríð og svo veik-
inda konunnar og heimilisleysi.
Haustið 1923 var heilsu Brynjólfs
4