Blik - 01.05.1967, Side 63
BLIK
61
Sá síðastnefndi telst ekki vera í
söngflokknum, en syngur í kirkjunni
samkv. eigin ósk.
V estmannaeyjum,
12. jan. 1914.
Fyrir hverja æfingu og messu
nemur þóknun þessi 46,1 eyri.
Arið 1919 nam þóknunin til
söngflokks Landakirkju kr. 400,00
og skiptist þannig:
Hanna Frederiksen
(stjúpdóttir organist-
ans) 50
Rannveig Helgadóttir 14
Þórunn Hreinsdóttir 46
Lilja Jónsdóttir 22
Bergþóra Arnadóttir 37
Guðrún Jónsdóttir 5
Ingv. Þórarinsdóttir 47
Sigurjón Kristjánsson 50
Páll Ólafsson 45
63,30
17,72
58,21
27,85
46,83
6,33
59,50
63,30
56,96
Samtals. kr. 400,00
Hér eru greiddir 126V2 eyrir fyrir
hverja messu og æfingu.
Upphæð sú, sem organistinn fékk
frá Landakirkju til úthlutunar handa
söngflokknum 1940 nam kr.
1000,00 og voru þær krónur 50%
af heildartekjum kirkjunnar, af
kirkjugjöldunum það ár. Gjaldend-
ur voru 2000 svo að kirkjugjaldið
nam aðeins einni krónu á hvern
gjaldanda. Fjárhagur Landakirkju
var þá þröngur, eins og gefur að
skilja með ekki hærri kirkjugjöld.
Til þess nú að bæta svolítið úr fjár-
hagsvandræðunum, tók sóknar-
nefndin það ráð, að svifta söngflokk
kirkjunnar allri þóknun fyrir söng-
inn í stað þess að hækka kirkju-
gjöldin.
Á sóknarnefndarfundi 31. ágúst
1940 var sú ákvörðun tekin að
greiða enga þóknun til söngflokks
kirkjunnar frá næstu áramótum að
telja. Hvort sem sú samþykkt hefur
þá verið gjörð um leið að halda á-
kvörðun þessari leyndri, er ekki vit-
að, en hitt er víst, að leynilega var
með hana farið, svo leynilega, að
organistinn fékk ekkert um hana að
vita fyrr en með bréfi sóknarnefnd-
arformanns til organistans dags. 2.
jan. 1941.
„Ég var auðvitað steini lostinn",
skrifar organistinn, „þar sem al-
gjörlega var farið á bak við mig og
flokkinn. Eftir þetta hafði ég svo
fund með flokknum til skrafs og
ráðagerða, og tók hann strax á-
kveðna afstöðu í þessu, sem sé að
hætta starfinu... enda fann flokk-
urinn, að sér var freklega misboðið".
Bréf organistans til sóknarnefnd-
arinnar dags. 12. jan. 1941 segir sitt
um hugsun hans sjálfs, lýsir innri
manninum, sem aldrei mátti vamm
sitt vita í einu eða neinu, einlægur,
hreinn og beinn og ól aldrei með sér
snefil af undirferli. Atti þau eigindi
ekki til.
„Sóknarnefnd Landakirkju,
V estmannaey j um.
Það kom alveg flatt upp á mig, þeg-
ar mér loks 2. þ. m. var tilkynnt, að
þér hefðuð á fundi 31. ágúst s. 1.