Blik - 01.05.1967, Qupperneq 64
62
BLIK
(fyrir 4 mánuðum) ákveðið að borga
söngflokki kirkjunnar enga þóknun
framvegis. Mildast sagr, álít ég þetta
misráðið. Eg hefi talið þann gjalda-
lið alveg jafnsjálfsagðan og laun
mín, ljós, hiti, ræsting o. þ. h. Eg
býst við að meiri hluti nefndarinnar
hafi gert þetta án nægilegrar athug-
unar, sem sagt: sagt já og amen við
uppástungunni — lítt hugsaðri.
Þetta virðist mér stórt spor aftur á
bak. Og vegna fjárhagsins virðist
þetta mikil svartsýni. Mér liggur við
að hugsa: Er þetta ekki að miklu
leyti sprottið af ofsjónum, sem ein-
hverjir hafa á þessari upphæð til
söngflokksins? Hann er þó sannar-
lega vel að þessu kominn fyrir jafn-
mikið og bundið starf. Upphæðin er
bara alltof lítil, einkum samkvæmt
dýrtíðinni nú. Auk þess finnst mér
flokkurinn geri hlutverk sitt yfirleitt
vel eftir ástæðum, þó að þér gefið
annað í skyn í bréfinu til söngflokks-
ins og um leið kastið rýrð á mína
söngstjórn. Bréfið er auk þess árás
og niðurrif á mitt starf. Söngflokk-
urinn hefur verið mér ómissandi
stoð, sem samkv. tíðarandanum má
ekki án vera, bæði vegna göfgi
söngsins og guðsþjónustunnar, og
svo til samkeppnis við útvarp, bíó og
ýmislegt annað, sem dregur frá kirkj-
unni. Ég veit, að meiri hluti fólksins
vill ekki starfa að þessu án endur-
gjalds, eins og verið hefur. Fólki,
sem sýnt hefur mér tryggð og staðið
með mér í starfinu, — sumt í ára-
tugi, — er nú tvístrað frá mér á
þennan hátt. Þó að ég vildi una við
þetta, þá yrði ég að lifa á bónbjörg-
um með söngfólk, fara t. d. sníkjandi
um bæinn til að ná í það vegna
jarðarfaranna (sem er mitt versta
verk), og fá það óæft eða lítt æft,
því að án kórs get ég ekki starfað.
— Nei, það get ég ekki og geri ekki.
Þó að ýmislegt sé ótalið ennþá,
þá finnst mér að svo komnu ekki á-
stæða til að skrifa meir um það. Þó
þetta: Eg hefi til þessa verið stoltur
yfir því, að mér og kórnum hefur
verið betur borgað hér en víðast
hvar annars staðar á landinu, — fyr-
ir utan Reykjavík, þar sem þessum
aðilum er miklu meira borgað. Og
mér finnst þetta fyrirmynd öðrum
kirkjum landsins. Mér finnst það
liggja í hlutarins eðli, að kirkjugjöld-
in verði hækkuð núna í samræmi við
dýrtíðina og kirkjunni þannig aflað
meiri tekna.
Vegna þessara ákvarðana yðar
gagnvart kórnum, hefi ég því tekið
þá ákvörðun að segja lausu organ-
leikarastarfinu við kirkjuna. Eg vildi
helzt að svo komnu máli hætta strax,
en bið nefndina að láta mig vita
undir eins, hvort hún er því sam-
þykk. Að öðrum kosti segi ég starf-
inu lausu með venjulegum upp-
ragnarfresti — þrem mánuðum —
og skoða ég mig því lausan 12. apríl
n. k., og ég gegni því starfinu síðasta
sinn á föstudaginn langa, sem er 11.
apríl. Söngflokkurinn hefur lofað
mér aðstoð sinni þangað til.
Virðingarfyllst,
Brynj. Sigfússon."