Blik - 01.05.1967, Síða 66
64
BLIK
þrjú ár eða þar til hann fluttist burt
úr bænum 1944. Þá stóð söfnuður
Landakirkju uppi organistalaus.
Þá var það, sem fyrrverandi org-
anisti, Brynjólfur Sigfússon, fékk
óvænta heimsókn. Tveir tandur-
hreinir og nýlega riddaraslegnir
sóknarnefndarmenn gerðu honum
þessa heimsókn. Erindið var að biðja
hann að taka nú að sér aftur organ-
istastörfin í kirkjunni, því að söfn-
uðurinn og sóknarnefndin væru í
sVo miklum vandræðum, að engin
tök væru á að messa, nema hann auð-
sýndi líknarlund sína og sáttfýsi. Nú
skyldi ekki horft í peninginn um
greiðslu til söngflokksins!
Brynjólfur Sigfússon var aldrei
veifiskati í lífinu og vildi ekki vera
gólfþurrka neins. Hann bað því
sóknarnefndarriddara þessa vel að
lifa, — kímdi og lokaði síðan hurð-
um á eftir þeim.
Sigurgeir Sigurðsson biskup og
Páll Isólfsson organleikari í Reykja-
vík skrifuðu fyrrverandi organista
Brynjólfi Sigfússyni sameiginlegt
bréf dags. 17. febrúar 1941, er þeim
hafði borizt sannar sagnir af sam-
þykktum sóknarnefndarinnar og
uppsögn organistans á starfinu.
Þes'sir mætu menn sögðust aldrei
hafa heyrt kór Landákirkju syngja,
... en við viljum leggja áherzlu á
það, að við höfum oft heyrt hann
rómaðan... undir yðar söngstjórn
og forustu". „... Það er ekki hægt
að búast við að fá góðan kirkjusöng
án þess að fólk leggi mikið á sig og
verji miklum tíma til söngstarfs-
ins."...
„... Okkur finnst einkennilegt,
að samþykkt sóknarnefndar hinn 31.
ágúst skuli ekki vera birt fyrr en 31.
des. — og við getum ekki skilið,
hvers vegna sóknarnefndin ráðgaðist
ekki við yður um þessa hluti. Eftir
svo margra ára starf að söngmálum
kirkjunnar finnst oss, að ekki hefði
átt að ganga fram hjá yður... Við
teljum að vanda beri eins og unnt
er til kirkjusöngsins á jafn-áberandi
stað eins og í Vestmannaeyjum, og
eftir því sem við höfum kynnzt þess-
um málum, þá er það sannfæring
okkar, að fólkið, sem í kirkju geng-
ur, óskar þess að heyra fagran söng,
og aldrei höfum við heyrt fólk
kvarta yfir þeim aurum, sem það
leggur til þessara mála. Kirkjusöng-
urinn lyftir sál fólksins í hæðir.
Hann er máttur, sem semur frið og
eykur fegurð og eflir menningu í sér-
hverri byggð og bæ. Þess vegna á að
vanda til hans af fremsta megni".
Undir bréfið skrifa þeir báðir
nöfn sín eigin hendi, biskupinn og
organistinn Páll Isólfsson.
Undirbúin frægðarför
Þegar organistinn hafði sagt af
sér starfinu og útent tímann, tók
hann til að undirbúa söngför til
meginlandsins. Söngæfingum fjölg-
aði og æft var af kappi.
Um sumarið 1941 ferðaðist Vest-
mannakór síðan um Suðurlandssveir-