Blik - 01.05.1967, Page 67
BLIK
65
ir og söng þar á ýmsum stöðum.
Sungið var á Stokkseyri, í Þjórsár-
túni, i samkomúhúsinu Goðasteini í
Fljótshlíð og í Vík í Mýrdal. Hvar-
vetna gat kórinn sér hinn bezta orð-
stír, og þótti mörgum undur-
skemmtilegt á han að hlusta. Söng-
för þessi varpaði vissulega nokkrum
menningarbjarma á Vestmannaeyj-
ar og fólkið þar. Það var ávöxtur
þrotlauss starfs Brynjólfs Sigfússon-
ar og söngfólks hans.
Og árin liðu, — eitt og tvö og
þrjú. Söngförin til Suðurlandsins
efldi hug og kjark. Ný viðhorf, —
nýjar hugsjónir vakna. Nú skyldi
efla dáð og dug með söngfélögunum
í Vestmannakór. Undirbúin skyldi
söngför til Reykjavíkur.
Radd- og söngæfingar með Vest-
mannakór urðu nú fleiri en nokkru
sinni fyrr. Starfsárið 1943 —1944
hafði söngstjórinn alls 77 æfingar
með kórfélögunum, 31 raddæfingu
og 46 samæfingar. Mikil vinna, lát-
laust starf, — mikið slit á taugum
og starfskröftum.
Og svo loks taldi söngstjórinn
söngkrafta Vestmannakórs nægilega
þjálfaða eða æfða til söngfararinnar
suður undir „smásjá” hinna færustu
söng- og tónlistarmanna í höfuð-
staðnúm.
Söngförin 1944
Sumarið 1944 í júnímánuði var af-
fáðið að leggja upp í söngförina til
Reykjavíkur. Kórinn hafði verið
æfður eftir föngum um lengri tíma.
Förin var undirbúin að öðru leyti
eftir því sem bezt voru tök á.
Fararstjórinn í för þessari var for-
maður kórsins Sveinn Guðmundsson.
Söngförin hófst 8. júní með för frá
Eyjum til Stokkseyrar með v./b.
Gísla Johnsen. Skipstjóri var Sigur-
jón Ingvarsson. Lagt var af stað
nokkru eftir hádegi og komið að
bryggju á Stokkseyri eftir 4 tíma
ferð. Sjóveiki gerði tölúvert vart við
sig hjá söngfólkinu, enda þótt stillt
væri veður, sólskin og kyrrlátur sjór.
Til Reykjavíkur kom flokkurinn
kl. nálega 11 um kvöldið. Stjórn
Landsambands blandaðra kóra tók
á móti Vestmannakór við Iðnskól-
ann. Þar var hann boðinn velkominn
til höfuðborgarinnar. Annars lítið
um dýrðir, enda ferðafólkið þreytt
og mest hugað til hvíldar. Söngstjór-
inn „var illa fyrir kallaður" eftir
veikindi undanfarna daga og sjóveiki
á leiðinni yfir sundið.
Daginn eftir, 9. júní, var veður
bjart og fagurt. Þá fékk kórinn inni
í Gamla bíóhúsinu til æfingar. Siðan
hélt kórinn samsöng um kvöldið í
Gamla bíó. Þar söng fyrst Söngfé-
lagið Harpa móttökuljóð undir
stjórn Róberts Abrahams og Jón
Alexandersson, formaður L. B. K.
ávarpaði Vestmannakór og alveg sér-
staklega Brynjólf söngstjóra.
Brynjólfur segir sjálfur, að fyrri
hluti söngsins hafi tekizt framar
öllum vonum, enda létu áheyrendur
óspart hrifningu sína í ljós. Sigurður
5