Blik - 01.05.1967, Page 72
70
BLIK
Brynjólfur Sigfússon
stjórnar Vestmannakór á
Þjóðhátíð Vestmannaeyja.
leita sér lækninga. Mest mun hafa
þjáð han ofhár blóðþrystingur með
taugasléni. Hann kom aftur heim
31. ágúst um sumarið og fékk litlar
bætur meina sinna.
Brynjólfur Sigfússon lézt í Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja 27. febrúar
1951 eftir mikil og langvarandi
veikindi. Bæjarsjóður Vestmanna-
eyja kostaði útförina í virðingar- og
þakklætisskyni við þennan son Eyj-
anna.
Sveinn Guðmundsson, formaður
Vestmannakórs og um árabil í
Kirkjukórnum, skrifaði langa minn-
ingargrein um Brynjólf Sigfússon í
Framsóknarblaðið 14. marz 1951.
Þar segir han m. a. um organista-
starf hans: „... Það starf rækti hann
af slíkri alúð og samvizkusemi, að
fátítt er, svo að orð var á gert. Það
er á allra vitorði, að flest kvöld
vikunnar, önnur en þau, er hann
hafði söngæfingar, fór Brynjólfur
upp í Landakirkju og spilaði þar
lengi kvölds, og fyrir hverja messu-
gjörð lék hann þau sálmalög og ann-
að, er leika þurfti við guðsþjónust-
una. Jafnvel á sunnudagskvöldum
eftir guðsþjónustur fór Brynjólfur
upp í Landakirkju og lék á orgel-
ið..."
I nefndri grein segir formaður
Vestmannakórs þetta um áhuga
Brynjóífs og starf fyrir kórinn: „ ...
Brynjólfur unni tónlistinni og fórn-
aði öllum frístundum sínum í henn-
ar þágu, meðan kraftar entust. Þegar
annir dagsins voru úti og flestir þrá
hvíld og mega njóta heimilisánægju,
gaf Brynjólfur sig óskiptan að hugð-
armálum sínum, tónlistinni. Vest-
mannakórinn var fósturbarn hans.
Hann var stofnandi hans og stjórn-
andi og lífið og sálin í starfi hans.
Hann skóp kórinn og ól hann við
brjóst sitt til þess dags, er hann lét
af störfum. Vestmannakórinn og
Brynjólfur voru ódeilanleg eining.
Einn snarasti þáttur í lífi Brynjólfs
var helgaður kórnum um tugi ára
skeið. Ég 'hygg, að ég mégi fullyrða,
að um margra ára skeið hafi Vest-
mannakórinn sett svip sinn á vel
flesta tyllidaga, er Vestmannaeying-
ar komu saman til að minnast vissra
atburða í þjóðlífi voru ..
Oddgeir heitinn Kristjánsson
hljómsveitarstjóri skrifaði minning-
argrein um Brynjólf heitinn Sigfús-
son í Eyjablaðið 4. tbl. 1951. Þar