Blik - 01.05.1967, Page 73
BLIK
71
segir hljómsveitarstjórinn m. a.: ...
mátti flest kvöld vikunnar heyra
hann (organistann) leika Verk 'meist-
aranna miklu, Bachs og Hendels, ef
gengið var að Landakirkju. Söng-
flokkur kirkjunnar var ágætur og
hið bezta samstarf hjá honum og
söngflokknum ... Atti kirkjukórinn
oft á að skipa ágætum raddmönn-
um, og starfaði sumt söngfólkið með
Brynjólfi um áratugi. Það var því
flestum Eyjaskeggjum óskiljanleg
ráðstöfun, svo að ekki sé meira sagt,
þegar Brynjólfi var gert ókíeift að
starfa þar áfram eftir 37 ára starf
unnið af framúrskarandi trúmennsku
og alúð. Brottförin frá orgelstarfinu
mun Brynjólfur hafa tekið mjög
nærri sár, en hann var dulur og
flíkaði ekki tilfinningum sínum við
hvern, sem var. Han var vinavandur
og vinafastur.
Brynjólfur var ágætur söngstjóri,
smekkvís, svipmikill og eldfjörugur.
Það krefst mikillar ósérhlífni,
dugnaðar og lagni að halda saman
söngfélagi áhugamanna, sem vinna
hin ólíkustu störf. Hinn brennandi
áhugi og ósérhlífni ruddi hverri
hindrun úr vegi. Starf brautryðjand-
ans er oft hörð barátta við tómlæti
°g skilningsskort samferðamann-
anna".
Þetta voru orð okkar ágæta lúðra-
sveitastjóra. Við, 'sem kynntumst
lítilsháttar hinu fórnfúsa starfi hans
sjálfs fyrirhljómlistarlíf bæjarins um
tugi ára, erum þess vísir, að 'hann
vissi hvað hann sagði um tómlætið
°g skilningsskortinn annars vegar
og hins vegar að halda kröftunum
einhuga og skylduræknum við mál-
efnið.
Þegar Brynjólfur Sigfússon lét
af stjórn Vestmannakórs árið 1946
vegna vanheilsu, var leitað til Odd-
geirs Kristjánssonar, hljómsveitar-
stjóra. Var það gjört að vilja Brynj-
ólfs að biðja hann að taka að sér
stjórn kórsins. Með því að takmörk
eru fyrir því, hversu mikið starf ein-
staklingurinn getur innt af hendi,
þóttist Oddgeir sjá það fyrir, að hann
annaði skki að stjórna bæði Kórnum
og Lúðrasveit Vestmannaeyja, sem
hann hafði þá stjórnað í 6 ár. Hún
var óskabarn hans.
Þrátt fyrir miklar annir lét Odd-
geir tilleiðast að stjórna kórnum,
æfa raddir og samæfa. En brátt kom
í ljós, að engin leið var til þess að
hann annaði því svo, að hvorki
Lúðrasveitin né Kórinn liði við það.
Sumarið 1949 (14. maí) kom
hingað Mandólínshljómsveit Reykja-
víkur undir stjórn Haraldar Guð-
mundséonar og hélt hljómlei'ka í
Samkomuhúsinu. Báðir voru þeir á-
heyrendur fyrrverandi stjórnandi
Vestmannakórs, Brynjólfur Sigfús-
'sön, og for'maður ’hans Sveinn Guð-
mundsson.
Eftir hljómleikana færði Brynjólf-
ur það í tal við Svein, hvort ekki
væru tök á því að fá stjórnanda
Mandólínshljómsveitarinnar til þess
að flytja hingað til Eyja og taka að
sér stjórn Vestmannakórs. Vitaskuld
þurftu að vera tök á að bjóða stjórn-
andanum Haraldi Guðmundssyni