Blik - 01.05.1967, Síða 76
74
BLIK
góða atvinnu við hans hæfi, en hann
var prentari að iðn. Þetta færði for-
maður Vestmannakórs í tal við Har-
ald Guðmundsson. Prentarastarf var
þá á lausu í Prentsmiðjunni Eyrún
hf. hér í Eyjum.
Með því að ráðandi menn prent-
smiðjunnar hétu Haraldi Guð-
mundssyni góðum launum og ekki
var alveg án metnaðar fyrir hann
að taka að sér stjórn Vestmannakórs,
sem hafði getið sér svo góðs orðs-
tírs og var þekktur, ekki sízt sökum
hinna tveggja söngferða til megin-
landsins og getið hefur verið um hér.
Hugsað, ráðgert og framkvæmt.
Haraldur prentari Guðmundsson
flutti til Eyja 1949 og tók til starfa
í Prentsmiðjunni Eyrúnu, eins og ráð
var fyrir gert. Jafnframt var nokkur
undirbúningur hafinn að söngstjóra-
starfi hans. Raddæfingar hófust og
samæfingar áttu sér stað.
Við útför Sigurbjörns kennara
Sveinssonar, barnabókarithöfundar
og skálds, sem fram fór 16. febr.
1950, mun Vestmannakór hafa
sungið opinberlega fyrsta sinni undir
stjórn Haraldar Guðmundssonar. Þá
söng Kórinn ljóð skáldsins: Yndis-
fega Eyjan mín við lag Brynjólfs
Sigfússonar.
Þetta sumar 17. júní héldu Eyja-
búar þjóðlega samkomu á Stakka-
gerðistúni til þess að minnast sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar. Þá söng
Vestmannakór undir stjórn nýja
söngstjórans og gat sér góðan orð-
stír. Einnig á Þjóðhátíð Vestmanna-
eyja í ágúst um sumarið.
Síðan var æft kappsamlega síðari
hluta sumars 1950 og fram að ára-
mótum. Allt virtist leika í lyndi fyrir
Vestmannakór og okkur Eyjabúum
í sambandi við hann. Kórinn var satt
að Ségja orðinn augasteinn Eyjábúa
og óskábarn þeirra.
Laust eftir áramótin 1951 barst
forustuliði Vestmannakórs sú til-
kynning, að Ríkisútvarpið óskaði
þess, að Vestmannakór syngi inn á
segulband nokkur lög og yrði Gunn-
ar Stefánsson, starfsmaður Ríkisút-
varpsins, sendur til Eyja til þess að
taka upp fögin. — Æft var af kappi
allan janúarmánuð, svo að söngur-
inn fyrir Rí'ki'sútvarpið mætti takast
sem bezt.
Einhvern síðasta daginn í janúar-
mánuði kom Gunnar Stefánsson til
Eyja, eins og ráðið hafði verið, og
söng Vestmannakór nokkur lög inn
á segulband þriðjudaginn 30. jan.
Eftir að hafa hlustað á sönginn af
segulbandinu voru kórfélagar sam-
mála um 'það, að söngurinn hefði
tekizt mjög vel. Anægt yfir unnu
afreki hlakkaði fólkið í Vestmanna-
kór til þeirrar stundar, er Ríkisút-
varpið helgaði Vestmannaeyjum
stutta dagskrástund, þar sem fólkinu
í landinu gæfist kostur á að kynnast
getu kórsins og sönghæfni. Það var
sem eilíti’l upps'kera, launavottur,
fyrir langt og fórnfúst star'f í þágu
þessa menningarþáttar í lífi og starfi
Eyjafólksins.
Næsta dag, miðvikudaginn 31.
jan., flaug Glitfaxi milli Reykjavík-
ur og Vestmannaeyja, og suður flaug