Blik - 01.05.1967, Page 77
BLIK
75
Gunnar Stefánsson með segulbands-
spólurnar, sem Vestmannakór hafði
sungið inn á.
Harmasagan mikla dundi yfir.
Glitfaxi fórst og allir og allt, sem
með honum var.
Þetta voðalega slys hafði lamandi
áhrif í Eyjum. Fólk var felmtri sleg-
ið og sorg grúfði yfir mörgum heim-
ilum. Þar sem hver þekkir annan,
slær voða-atburður ekki aðeins hið
syrgjandi heimili, heldur alla meira
og minna. Þá loks erum við eitt, sam-
einuð í samúð og harmi.
Ekki söng Vestmannakór meira
þennan vetur (1951), enda engin
tök á slíku menningar- og félags-
starfi á vetrarvertíð.
Um vorið, þegar hugsanlegt var
að hefjast handa á ný, æfa raddir og
samhæfa þær, kom í ljós, að söng-
stjórinn var orðinn afhuga starfinu
með Vestmannakór og hugðist flytja
burt úr bænum. Flutti stuttu síðar
alfarinn austur í Neskaupstað.
Vestmannakór sat eftir í sárum
forustulaus. Lífsvonin lítil og lágt
ris á starfsfólki og stjórnarforustu.
Þannig liðu 6 ár. Var það nú víst,
að Vestmannakór væri gjörsamlega
dauður? Voru ekki andvörpin eftir?
Jú, vissulega.
Vestmannakór hafði á sínum tíma
verið einn af hinum 6 blönduðu kór-
ttm í landinu, sem mynduðu Sam-
band blandaðra kóra. Alltaf hafði
Kórinn greitt ársgjald sitt til Sam-
bandsins og haldið þannig réttindum
sinum til liðsinnis og aðstoðar, ef
stjórn Sambandsins kynni að geta
eitthvað fyrir Kórinn gert honum til
lífs og starfs.
I ágústmánuði (1957) bauðst
stjórn kórasambandsins til þes's að
senda Vestmannakór söngstjóra, ef
vera kynni að takast mætti að bl'ása
lífi í Kórinn á ný. Þessu boði var
tékið fegins hendi.
Jónas Tómasson, tónskáld á Isa-
firði, tókst þessa Eyjaför á hendur.
Um mánaðarmótin sept./okt.
1957 kom Jónas tónskáld til Eyja
og hóf þegar „lífgunarstarfið” með
raddæfingum og samæfingum og
vann sleitulaust næstu þrjár vikurn-
ar. Að þeim tíma liðnum hélt Kór-
inn samsöng í Samkomuhúsinu við
dágóða aðsókn og mikla hrifningu
áheyrenda.
Þessi átök reyndust fyrsta andvarp
Kórsins, og ef til vill annað.
Haustið 1957 reyndi Leifur Þór-
arinsson að lífga við starfið og efla
kórinn. Sú tilraun mistókst með
öllu. Astæðurnar verða ekki greind-
ar hér. Þetta var síðasta andvarpið.
Síðan hefur Vestmannakór ekki látið
á sér kræla eða til sín heyra.
A þessu ári eru sem sé liðin 10
ár, síðan hinn mæti blandaði söng-
kór Brynjólfs Sigfússonar dó að fullu
drottni sínum.
Annað tómsteindagaman
Enda þótt Brynjólfur Sigfússon verði
flestum tómstundum sínum til þess
að iðka tón- og sönglist, brá þó út af
því endur og eins. Stundum þreytti