Blik - 01.05.1967, Side 80
78
BLIK
kaupamaður til frænda síns, Tóm-
asar bónda á Barkarstöðum. Þar
mun Guðrún bóndadóttir hafa
reynzt segulaflið, en henni kynntist
Jón Agúst haustið áður, er hann
var farkennari í Fljótshlíðinni. Guð-
rún var þá 19 ára gömul. Hún var
einkadóttir Tómasar bónda og fyrri
konu hans Guðríðar Þóru Árnadótt-
ur hreppstjóra á Reynifelli, sem lézt
2. jan. 1884, og höfðu þau hjón þá
rerið gift í 3Vi ár. Guðrún Tómas-
dóttir var því alin upp hjá föður
sínum og stjúpu, síðari konu Tómas-
ar Sigurðssonar, Margréti Arnadótt-
ur, móðursystur sinni.
Jóni Agúst og Guðrúnu heima-
sætu reyndist töðuilmurinn á slættin-
um 1901 angandi sætur og unaðsleg-
ur þarna í tilhugalífinu á Barkar-
stöðum, og til hjónabands hugðu
þau næsta vor.
Vorið 1902, 29. apríl, á 20 ára
afmælisdegi Guðrúnar heimasætu,
gengu þau Jón Agúst og Guðrún í
hjónaband. Fyrsta hjónabandsár sitt
bjuggu þau að Seljalandi undir Eyja-
fjöllum, en vorið 1903 fluttust þau
til Vestmannaeyja, eins og fyrr get-
ur, og búsettu sig þar.
Brátt reistu hjónin sér dálítið
íbúðarhús norðan við Vilborgar-
staðaveginn og nefndu það Laufás.
Haustið 1903 stofnaði Jón Agúst
blandaðan söngkór í Eyjum og kall-
aði hann „Principal”, sem er enskt
orð og þýðir „hinn helzti” (aðaí-). Þá
var „Söngfélagið”, karlakór Sigfúsar
Arnasonar, við lýði og hafði sungið
fyrir Eyjabúa undanfarin 9 ár. Sum-
Nokkur hluti Principalskórsins" (1903)
Aftari röS frá vinstri: 1. Sigurjón Sig-
urðsson frá Brekkuhúsi, 2. Sigríður
(eldri) Friðriksdóttir frá Gröf, 3. Kristj-
án Gislason frá Hóli, 4. ????-------.
Fremri röð frá vinstri: 1. Kristín Og-
mundsdóttir (Görðum), 2. Jónína Sig-
urðardóttir frá Nýborg (nú Háeyri),
3. Kristín Jónsdóttir frá Jónsborg (nú
Garðshúsum).
ir litu svo á, að með „Principal"-
nafninu væri miðað að kór Sigfúsar,
sem þá væri settur skör lægra, væri
sem sé enginn „aðal-..., heldur 2.
flokks. Ymsir lögðu þetta nafnval
Jóns á kórnum út á hinn verri veg
fyrir honum. Nafnið þótti í alla staði
lýti á kórnum hans, óþjóðlegt og
oflátungskennt. Eyjabúar voru þá
þjóðlegir í anda og engir tilbeiðend-
ur enskrar eða bandarískrar menn-
ingar eða engilsaxneskra orðsléttna.
íslenzki búningurinn í öllum mynd-
um fór þeim bezt, fannst þeim.
Fyrst í stað æfði Jón Agúst kór
sinn í gömlu verzlunarhúsunum á