Blik - 01.05.1967, Page 82
Einar J. Gíslason
Betelsöfnuðurinn í Vestmannaeyjum
40 ára
19- febr. 1926 — 19. febr. 1966
Á þessu ári eru rétt 40 ár, síSan
Betel'söfnuðurinn var stofnaður.
Skeði það 19- febrúar 1926. Erik
Ásbö skírði þá 19 Vestmannaeyinga
Biblíulegri niðurdýfingarskírn.
Tveim dögum síðar bættust tveir
við. Stofnendur teljast því 21, auk
Signýjar og Eriks Ásbö, Gyðu og
Nils Ramselius og Þorgeirs Sigurðs-
sonar frá Þykkvabæ (Rang.). En
hann hafði gengið í söfnuðinn áð-
ur í Danmörku.
I júlí-mánuði 1921 höfðu þau
hjónin Ásbö, ásamt Sveinbjörgu
Jóhannsdóttur, er var alsystir Olafíu
Jóhannsdóttur, komið hingað til
Eyja og hafið trúboðsstarf. Ávöxtur
iðju þeirra þremenninganna kom svo
fram i stofnun safnaðarins og bygg-
ingu fasteignarinnar Betels við Faxa-
stíg 6 hér í bæ. Betel var tekið '
notkun til Guðsþjónustuhalds 1.
janúar 1926. Hvítasunnustarfið hef-
ir óslitið síðan verið bundið við
Betel. Þar áður var notast við leigu-
húsnæði hverju sinni éftir ástæðum,
sVo sem Gamla-Goodtemplarahúsið,
Borg, Nýjabíó o. fl. Ekki skal gleymt
samkomum, er haldnar voru á
Grundarbrekku, í Fagradal og 'svo
úti, er veður og aðstæður leyfðu.
Formálsorð:
Hvítasunnusöfnuður er Kristin
Biblíuleg alheims trúarhreyfing, er
tileinkar sér upphaf kristninnar með
stofnun frum'-afnaðarins í Jerú-
salem árið 33 e. Kr. Sá söfnuður,
sem er fyrirmyndar söfnuður gjör-
vallrar kristni bæði fyrr og síðar,
mótaðist af lærisveinum og postul-
um Krists. Frumkjarni hans er tal-
inn upp í Post. 1. 13 —14.
Á Hvítasunnudag, dag hvítrar
sólar að há-vori, eða pentecoste hins
fimmtugasta dags, frá upprisudegi
frelsara vors, voru samankomnir
framantaldir menn úr Post. 1. 13 —
14. klukkan 9 að morgni í musteri
Jerúsalemborgar. Allt í einu verður
sem aðdynjandi sterkviðris, er breyt-
ir þessum lognmollu sunnudegi og
gerir þann dag einstæðan og sér-