Blik - 01.05.1967, Síða 83
BLIK
81
stakan öllum cSrum dögum fram
að þessu. Uthelling Heilags Anda
frá Himni Guðs á sér stað yfir
lærisveinana, svo það bæði sézt og
heyrist. Eldtungurnar sjást yfir höfð-
um þeirra, þeir tala nýjum tungum.
Andlegur kraftur fyllir veikgeðja
menn, er áður voru ragir og könn-
uðust ekki við trú sína (Pétur), en
nú hafa djörfung og prédika fagn-
aðarerindið og reynslu sína fyrir
öllum. Kristnir menn trúa því í dag,
að þarna og þá hafi Kristindómur-
inn birzt í krafti og fyllingu
persónulegrar reynslu trúar. Endur-
tekizt svo áfram og með sömu tákn-
um og einkennum í Postulasögunni
10. kap. og 19. kap.
Eftir að siðum nýjatestamentis-
ins lýkur, þá má greina af sporum
sögunnar, að Kristindómurinn hafi
haldizt áfram að birtast í mann-
heimi með fylgjandi táknum. Mark.
16. 16—17.
Tökum dæmi:
Hinn viðurkenndi kirkjufaðir,
Kyrill 'biskup í Jerúsalem 350 e. Kr.
Hann skrifaði 24 „Katekeser” fyrir
skírnþega til fræðslu, áður en þeir
tóku skírnina. Skrif Kyrilliusar eru
tnjög góð heimild um þeirra tíma
boðun Orðsins. í nr. 3 og 4 segir
hann um atburðina í húsi Kornelíus-
ar, þá er Andinn féll yfir heiðingj-
ana er trú höfðu tekið, tungutal
þeirra og spádóma. í 3. kap. 9-
grein segir hann orðrétt: „Dásam-
legt var að skírast í vatni, en hvað
er það, móti því að skírast með Heil-
ögum Anda og eldi".
Krysostomos í Konstandinopel
(d. 407 e. Kr.). Hann segir um
Hvítasunnuvakninguna við samtíð
sína: „Hver, sem var skírður á dög-
um postulanna, talaði með tungum."
Agustinus hinn kunni maður trú-
arinnar og Kirkjufaðir segir: „Við
höldum áfram að gjöra eins og
postularnir, er þeir lögðu hendur
yfir samverjana og báðu um Heilag-
an Anda yfir þá. Ætlazt er til að þeir
sem hafa snúið sér, tali með nýjum
tungum.” Agustin dó 430.
Heimildir „Kristendommens
verdenshistorie" bls. 60—61 Fr.
Valton cand. theol. Oslo, Norge.
A alheimsmóti Hvítasunnumanna
'höldnu í Stokkholmi 1955, flutti
Roswell J. Flower frá Bandafíkj-
unum mjög eftirtektarverðan fyrir-
lestur um sögu Hvítasunnuvakning-
arinnar í gegnum tímana. Heyrði ég
hann sjálfur og á auk þess fyrirlest-
urinn í bókinni „Wárldspingstkon-
feransen i Stockholm 1955". Sá
kunni maður greindi frá því, að
fyrstu sprotar hennar höfðu spírað
fram í þeirri mynd, sem hún er
okkur kunn í dag, með kröftugri
Andans úthellingu yfir nemendur
í Biblíuskóla í Topeka í Kan'sas, hinn
3. janúar 1901. Fregning og reynsl-
an í þessari vakningu fór eins og logi
um landið og 1905 er þetta alþekkt
meðal trúaðra manna í Bandaríkj-
unum, ekki hvað minnst meðal lit-
aðra manna.
Kunnur meþodistaprestur, Tom
B. Barratt, borgarstjórnarmaður í
Oslo, þekktur fyrir mannúðar- og
6