Blik - 01.05.1967, Page 84
82
BLIK
líknarstarf í barna- og fátækranefnd-
um Oslo, (þáverandi Kristjaníu)
fer til Ameríku 1906 til að safna fé
til stórhýsis, er r.-isa átti í Oslo. Hús-
ið fékk undan fæðingunni nafnið
Hákonarhöll.
Barratt fór á samkomur i Postula-
trúboðinu í New York. Þar vaknar
hann yfir andlegum þörfum sínum
og fátækt. Hann meðtók kröftuga
skírn með Heilögum Anda, hinn 7.
október 1906. Með þessum manni
barst vakningin til Norðurlanda og
gaf um leið bergmál um alla Evrópu
að ógleymdu Rússlandi. Fregnir af
samkomum Hvítasunnumanna votu
á fremstu síðum dagblaðanna. Marg-
ir málsmetandi menn. tóku afstöðu
með vakningunni. Tungutalið, spá-
dómar og lækntngar vöktu athygli.
Postulatrúin var orðin staðreynd.
I dag er Hvítasunnuhreyfingin
þekkt um allan heim og telur skírða
meðlimi II —12 milljónir. Fjöl-
mennastir eru þeir í Indónesíu og
Brasilíu. Einkenni starfs þeirra er
fyrst og fremst framkvæmdasamt
Kristniboð meoal heiðinna þjóða.
Þannig eiga þeir í Svíþjóð, þar sem
um 100.000 Hvítasunnumenn eru í
600 söfnuðum, 520 kristniboða.
Landið allt á um 1600 alls.
Hvítasunnumenn trúa ákveðið á
Heilaga Ritningu sem innblásið
Guðs Orð. Hafna þarafleiðandi
spiritisma, Guðleysi og sérhverjum
afslætti. í háði var þeim gefið þetta
nafn, vegna trúar á undur Hvíta-
sunnudagsins. En þeim er það kært
og telja, að hver trúarsöfnuður,
hverrar kirkjudeildar sem er, eigi
að trúa eins og postularnir og eiga
þá kenningu og tákn er þeir boðuðu.
Þeir telja það mikið tímanna
tákn, hversu andlegrar stéttar menn
bæði í Ameríku, Englandi og Þýzka-
landi hafa meðtekið náðargáfur
Guðs og talað nýjum tungum.
Söfnuður í Eyjum
Eins og fyrr er getið, þá kom Erik
Ásbö með þennan boðskap til Eyja
1921. Þessu trúðu margir og sáu að
boðskapurinn var samkvæmur Heil-
agri Ritningu.
Eftirtaldir Vestmannaeyingar
urðu stofnendur Betelsafnaðarins og
Hvítasunnu-hreyfingarinnar á Is-
landi:
1. Guðrún Magnúsdóttir, Ijósmóð-
ir, Fagradal.
2. Ragnhildur Jónsdóttir, Gerði.
3. Þórdís Ólafsdóttir, Skuld.
4. Ingveldur Nikulásdóttir, Skafta-
felli.
Erik Ásbö, trúboði