Blik - 01.05.1967, Page 86
84
BLIK
Meðlimur nr. 22 var Kristján
Jónsson trésmiður á Heiðarbrún en
hann var skírður 7. marz 1926.
Af ofangreindum stofnendum eru
aðeins 5 á lífi. Allir stofnendur hafa
verið meðlimir til dauðadags og eru
ennþá, að einungis einum undan-
teknum.
Frá upphafi hafa nær við 150
meðlimir verið í söfnuðinum. Þriðj-
ungur þeirrar tölu myndar söfnuð-
inn í dag. Milli 40—50 hafa flutzt
héðan og eru starfandi meðlimir í
Flvítasunnuhreyfingunni á Islandi,
dreifðir um land a'l'lt. Um 40 eru
dánir. Þar af flestir stofnendurnir,
eins og áður er skrifað.
Starfsmenn
Eins og fyrr kemur fram, þá var Erik
Ásbö og kona hans Signy ásamt
Sveinbjörgu Jóhannsdóttur, braut-
ryðjendur. Erik Ásbö framkvæmdi
fyrstu skírnarathöfnina og telst því
fyrsti forstöðumaður safnaðarins.
Hann er nú látinn, en kona hans
lifir ennþá búsett í Oslo. Svein-
björg Jóhannsdóttir lézt í Reykja-
vík 1935. Þorgeir Sigurðsson, er
starfaði með Ásbö seinast á starfs-
tíma hans hér, fór til Ameríku og
er einnig látinn.
í október 1925 komu hingað til
lands hjónin Gyða og Nils Ramselí-
us. Var hann annar forstöðumaður
safnaðarins og tók við af Ásbö 1926.
Ramselíus var um marga hluti hinn
gagnmerkasti maður, hámenntaður,
hafði verið prestur í sænsku ríkis-
kirkjunni um árabil. Hann yfirgaf
kjól og kall vegna Biblíulegrar nið-
urdýfingar skírnar. Hann starfaði á
vegum hreyfingarinnar hérlendis í
13 ár. Hann var ótrúlega fljótur að
ná valdi á íslenzku máli. Hélt préd-
ikanir eftir misseris veru hér, á ís-
lenzku. Þau hjón fluttu úr Eyjum
1928. Ramselíus er nú látinn en
kona hans lifir háöldruð í Svíþjóð.
Herbert Larson, sænskur maður,
starfaði hér um svipað leyti og
frumherjarnir. Hann kom bráðung-
ur hingað, ekki tvítugur. Hann náði
fljótt valdi á íslenzku. Einnig var
hann vel fær hljóðfæraleikari, eink-
anlega á gítar. Herbert var hér um
árabil af og til eða í Færeyjum.
Hann lifir ennþá ásamt færeyskri
konu sinni Maren. Þau eru búsett í
Svíþjóð.
Einnig var hér á þessum árum
Inga Carlson Fagurlist. Hún er ís-
lenzk, en giftist ung sænskum manni,
Helge Carlson. Hún þýddi trúboð-
ana og varð þannig til mikillar
hjálpar. Hún er búsett í Stokkholmi.
Eftir að Nils og Gyða létu af
starfi, komu hingað til Eyja Signy
og Eric Ericson, frá Svíþjóð. Eric-
'son, eins og hann var ávallt nefndur,
starfaði lengst allra útlendra manna
á vegum hreyfingarinnar hérlendis.
Hann var og fyrstur þeirra til að
taka legstað í íslenzkri mold.
Ericson var fílefldur maður að
burðum. Stundaði skógarhögg í
Svíþjóð í mörg ár. Laun voru hon-
um greidd tvöföld vegna afkasta og