Blik - 01.05.1967, Page 88
86
BLIK
son fór til Svíþjóðar eftir stríðslok
1945, lét hann velja í „Levin” verk-
smiðjunum í Gautaborg vandaðan
og hljómmikinn gítar. Næst þar á
eftir er Ericson var í Eyjum, gekk
hann upp á Brekastíg, í heimili Sig-
urbjörns.og færði honum hljóðfærið.
Var það vinar- og kærleiksgjöf Eric-
sons til skáldsins. Sigurbjörn kunni
vel að meta gripinn. Kallaði hann á
þann er þetta ritar til að sýna hon-
um hljóðíærið. Nokkur lög fylgdu
með, leikin af lífi og list.
Ericson og kona hans fluttu úr
Eyjum 1936. Hann lézt 1958 í
Reykjavík. Signý starfar ennþá af
fullum krafti og heldur fána manns
síns að húni.
Fjórði forstöðumaður safnaðarins
er Jónas S. Jakobsson og kona hans
Guðbjörg frá Skaftafelli hér. Jónas
nam ungur höggmyndalist í Noregi.
Hann er fæddur listamaður og jafn-
vígur á að höggva, móta og mála.
Þau hjón voru hér til 1939- Heimili
þeirra er nú í Reykjavík.
Arnulf Kyvik var næsti starfs-
maður. Kom hingað frá Ameríku
1939. Fór héðan ásamt fjölskyldu
sinni til Hnífsdals 1940. Var hér
aftur 1946—1948. Kyvik var hinn
mesti starfsmaður og hafði lag á að
láta aðra starfa með sér. Enda með
langa reynslu að baki, bæði frá Nor-
egi og Ameríku. Fyrri kona hans
Magny hvílir í íslenzkri mold. Kyvik
er nú búsettur vestan hafs.
Stuttan tíma fyrir stríð voru hér
norsk hjón Alfhild og Martin
Matthiesen. Þoldu illa hið raka lofts-
lag og hurfu af landi brott. Alfhild
var kunn fyrir sólósöng sinn og lék
jafnan undir sjálf.
Eftir fyrri veru Kyviks hér, kom
Sigmund og Milda Jacobsen, bæði
frá Noregi. Hann varð sjötti for-
stöðumaður safnaðarins. Sigmund
var fíngerður sómamaður. Hann
naut sin ekki sem skildi, því þá vai
föðuriand hans nertekið af nazistum.
Það hafði sterk áhrif á konu hans
Mildu og hann sjálfan. Eftir stríðið
hurfu þau til Noregs og lifa þar enn,
virt og dáð af þeim er þau þekkja.
Sigmund til aðstoðar var hér
Konráð Þorsteinsson ættaður úr
Eyjafirði. Konráð vann með höndum
sínum til sjós og lands, en var alltaf
viðbúinn til starfa í söfnuðinum,
bæði hér og úti um land.
Árið 1942 flytja hingað til Eyja
Ásmundur Eiríksson og kona hans
Þórhildur Jóhannesdóttir til starfa
í söfnuðinum. Gegndu þau hjón
þeim starfa til síðari hluta árs 1945,
er þau að frumkvæði Eric Ericson
fluttu til Reykjavíkur, til starfa í
Filadelfíusöfnuðinum þar. Allur
söfnuðurinn taldi mikinn missi að
sjá á bak þeim hjónum. Enginn
vildi þeim sleppa. Ásmundur hafði
legið sjúkur um hríð, er Ericson
kom hingað til að fala þau hjón til
starfa. Vorum við margir bræður
samankomnir í íbúð þeirra hjóna er
Ericson bar ósk sína fram og safn-
aðarins í Reykjavík. Það voru fleiri
en undirritaður, er óskuðu þess að
málaleitaninni yrði hafnað af Ás-
mundi, svo var hann okkur kær. En