Blik - 01.05.1967, Side 92
90
BLIK
Fyrir utan hina veglegu Landa-
kirkju, með sína tvo velframbæri-
legu þjóna í prestsembættum, þá eru
þrjú önnur Guðshús hér í Eyjum. I
þau koma borgarar bæjarins saman,
fleiri eða færri og dýrka Guð sinn
eftir persónulegri trú, því að trúfrelsi
er ríkjandi í landi hér.
Á fertugasta afmælinu horfir
Betelsöfnuðurinn vongóður fram á
veginn, trúir á hlutverk sitt í þessari
byggð og meðan fjórða kynslóðin
frá frumherjum fyllir raðir 'safnað-
arins, horfum við vonglaðir fram.
Núverandi stjórn safnaðarins er
skipuð þessum mönnum: Einar J.
Gíslason, Oskar M. Gíslason, Hall-
dór Magnússon, Oskar Guðjónsson
og Einar G. Jónasson.
Vestmannaeyjum 15/2 1966
E. J. G.
(í fyrra birti Blik grein um ASventistasöfnuðinn hér í Eyjum 40 ára. Nú birtir það
hér grein um annan söfnuð, er varð hér til um svipað leyti. Það er Hvítasunnu-
söfnuðurinn. Forstöðumaður safnaðarins, Einar J. Gíslason, hefur skrifað þessa
grein fyrir atbeina Bliks. Persónulega vil ég hafa hér sömu ummæli og ég hafði í
fyrra fyrir greininni um Aðventistasöfnuðinn. — Síðast, er fulltrúar Hjálpræðis-
hersins gistu Eyjarnar og héldu hér samkomu, varð ég áheyrandi orða, sem mér
þótti vænt um. Séra Jóhann Hlíðar, annar sóknarpresturinn okkar, flutti fulltrúun-
um þakkir fyrir allt það líknar- og menningarstarf, sem hið fórnfúsa fólk Hjálp-
ræðishersins hefur innt af hendi frá fyrstu tíð fyrir „minnsta bróðurinn' alveg
sérstaklega. Mér varð hugsað til æskuáranna, þegar þetta blessaða fólk gat naumast
fengið frið til þess að halda samkomur sínar fyrir skrílslátum og atyrðum. Nú er
hið góða og fórnfúsa starf þessa fólks viðurkennt af öllum hugsandi mönnum. Hví
skyldum við ekki bera þroska til að viðurkenna og láta njóta sannmælis allt vel
gert starf til bóta mannlegu lífi, hvar í hópi eða trúarflokki, sem fólkið stendur?
Persónulega viðurkenni ég starf og framkomu heiðingjans jafnt hins kristna, ef
hann gengur á guðsvegum, enda þótt hann sjálfur sé þess ekki vitandi. Mundi það
ekki forsjóninni geðfelldast?
Vissulega hefur hinn kristni söfnuður Hvítasunnumanna hér i bæ unnið mikil-
vægt og markvert starf að aukinni menningu í bæjarfélaginu okkar og mennilegri
samskiptum milli fólks. Ef til vill er mér þetta ljósar en ýmsum öðrum sökum
nokkurra ára dvalar í næsta nágrenni við forustuliðið. — Þ. Þ. V.).