Blik - 01.05.1967, Page 94
92
BLIK
Á síðari hluta 19. aldar bjuggu í
Háu-Kotey í Meðallandi hjónin
Guðmundur Einarsson og Kristín
Einarsdóttir.
Hjón þessi eignuðust mörg börn,
'sem komust til fullorðinsaldurs.
Meðal þeirra voru synir þsirra
tveir Magnús Kristinn og Einar, er
báðir drukknuðu í Eldvatninu í
Skaftártungu á ferð sinni þar um
sveit. Eitt barna þeirra hjóna hét
Kristín. Þegar hér er komið sögu, er
hún um tvítugt og heitbundin bú-
stjóranum í austurbænum í Háu-
Kotey, Sigurfinni Sigurðssyni, og fer
hún ekki ein saman af hans völdum.
Hinn 14. september 1884 fæðir
þessi heimasæta í Háu-Kotey svein-
barn, sem var brátt vatni ausið og
skírt Magnús Kristinn Einar eftir
móðurbræðrum sínum, er drukkn-
uðu í Eldvatninu.
Á þessum árum voru tíðar ferðir
Skaftfellinga til Austfjarða í at-
vinnuleit eða til búsetu, því að mikl-
ar sagnir gengu um mjög batnandi
afkomu fólks á Austfjörðum eftir að
Austfirðingar tóku að stunda línu-
veiðar frá vori til hausts og höfðu
handfærið, sem áður var aðalveiði-
tækið, til ígripa og aukagetu, ef svo
bæri undir á sjónum, að færafiskur
gæfi sig til.
Sigurfinnur bústjóri á Háu-Kotey
afréð að flytjast til Austfjarða sum-
arið 1884 til búsetu þar, og svo óð-
fús var hann, að hann fór frá van-
færri heitmeynni austur í Mjóafjörð
um sumarið og stundaði þar m. a.
Einar Sigarfinnsson og faðir hans Sig-
urfinnur Sigurðsson. Arið 1884 fluttist
Sigurfinnur austur i Mjóafjörð og vann
þar hjá ungurn og apprennandi at-
vinnurekanda Konráði Hjálmarssyni,
líklega helzt við hátasmiðar. I Mjóa-
firði mun hann hafa dvalizt ncer 10 ár.
Þá fluttist hann suður aftur. Þá var það
sem þeir feðgar fundust fyrsta sinni. Þí
létu þeir taka af sér þessa mynd. Einar
stóð á tvltugu. Mynd þessa áttu Mjófirð-
ingar og gáfu mér hana sumarið 1965,
er ég var á ferðalagi þar austur í fjörð-
unum.
smíðar, því að hann var smiður góð-
ur.
Gert var ráð fyrir, að Kristín
heitmey hans flyttist austur til hans
um haustið, er hún yrði léttari, og
hæfist þar hjúskapur þeirra og bú-
skapur. En þetta fór allt á annan