Blik - 01.05.1967, Side 95
BLIK
93
veg. Meira en vík var orðin á milli
vina og ástir þola stundum minna
bil. Svo varð og hér. Ekkert varð úr
flutningi Kristínar með litla son
sinn til Austf jarða. Þannig atvikaðist
það, að söguhetjan mín hér, Einar
Sigurfinnsson, varð ekki Austfirð-
ingur eins og ég, sem þetta skrifa.
Sigurfinnur Sigurðsson, faðir
Einars, var fæddur 1857, sonur Sig-
urðar Jónssonar Sverrissonar á
Kirkjubæjarklaustri.
Móðir Sigurfinns Sigurðssonar
var Jórunn Einarsdóttir bónda á
Hofi í Oræfum Pálssonar.
Vorið 1889 giftist Kristín Guð-
mundsdóttir, móðir Einars Sigur-
finnssonar, Sigurði Sigurðssyni Sig-
valdasonar, og reistu þau bú á
nokkrum hluta jarðarinnar Háu-
Kotey.
Einar litli Sigurfinnsson í Háu-
Kotey var snemma snaggaralegur
snáði, sem skyggndist snemma í
bækur, t. d. Vídalínspostillu, þegar
afi hans las húslestrana á hana hvern
helgan dag allt árið. Einnig gluggaði
hann í hugvekjur og sálmabækur.
En galii var á: Hann kunni ekki að
lesa. Þá var að hefja námið. Móðir
hans kenndi honum að þekkja staf-
ina að fullu, og svo tók hann að
kveða að. Það gekk erfiðlega, enda
var bókin, sem notuð var við lestrar-
kennsluna, engin kennslubók í lestri.
Þetta var skáldsagan Aðalsteinn.
Þá skyldi reyna að nota handa
honum stafrófskver. Um síðir tókst
að útvega sér það og þá skipti um.
Hér var bók við barnahæfi og lest-
urinn lærðist furðu fljótt.
Þegar Einar var kominn yfir erf-
iðasta hjallann í lestrarnáminu, gerði
hann sér það að leik að standa aftan
við afa sinn, þegar hann las hús-
lestrana eða hugvekjurnar og fylgj-
ast með hverju orði, sem gamli mað-
urinn las. Þetta uppátæki drengsins
flýtti fyrir lestrarnáminu.
Um eða upp úr 1890 hófst far-
kennsla í Meðallandi. Kennt var á
ýmsum stöðum í sveitinni, þar sem
húsrúm var viðunandi og börn gátu
gengið að heiman og heim í bæri-
legu veðri.
Einar Sigurfinnsson naut svo sem
5 vikna farkennslu á vetri hverjum
þrjá síðustu veturna fyrir fermingu.
Kennari var Guðmundur Halldórs-
son, „realstudent" frá Flensborgar-
skólanum í Hafnarfirði. Náms-
greinar voru þessar: Lestur, skrift,
reikningur, kver, biblíusögur, landa-
fræði og fáein sönglög. Kennslu-
stundir voru 4—5 á dag og daglega
gefin einkunn fyrir getu og kunn-
áttu (eink. 1—6) og raðað síðan í
bekkinn vikulega eftir einkunnun-
um.
Séra Gísli Jónsson, — fyrst
prestur á Syðri-Steinsmýri og síðan í
Langholti, — fermdi Einar Sigur-
finnsson í Háu-Kotey, eftir að hafa
spurt börnin drjúgan hluta úr tveim
vetrum, þegar þau voru á 13. og 14.
aldursári, fyrst á hVerjum sunnudegi
frá byrjun 9 viknaföstu og síðan
tvisvar í viku, er á vorið leið, alveg