Blik - 01.05.1967, Side 96
94
BLIK
fram að fermingu, sem fram fór, er
Einar var fermdur (1898), 1. sunnu-
dag eftir trinitatis eða þrenningar
hátíð. Fermingafbörnin voru 9.
Þegar Einar Sigurfinnsson var
fermdur, hafði móðir hans alið
manni sínum, Sigurði Sigurðssyni
stjúpa Einars, hvorki meira né minna
en 7 börn. Þetta hafði henni tekizt
fyrstu 9 ár hjónabandsins. Heimilis-
hagur þeirra hjóna var þröngur,
efnahagur naumur, og margt skorti
hið þunga heimili, eins og gefur að
skilja á þeim tímum. Þó unnu hjón-
in sieitulaust og drógu hvergi af sér
við framfærsluna. Strax og börnin
gátu nokkurt gagn gert til léttis í
heimilinu, var þeim kennt að taka
til hendinni, eða þá látin taka til fót-
anna í kringum fé og kýr.
Seinni hluta vetrar bar æði oft á
sulti í búi. A þeim tíma árs rak oft
fisk á fjörur Meðallendinga. Sá reki
var alltaf hirtur og nýttur til matar,
eftir því sem kostur var. Þegar leið
á þorra, var fjaran gengin að stað-
aldri í þessu skyni, til að hirða upp
það sem þar rak matarkyns.
Koteyjarfjara er að lengd „tólf
hundruð faðmar tólfræðir”, þ. e.
rúmlega 2,7 km. Fjöruna eiga fjór-
ar jarðir. Þær eru þessar: Háa-Kot-
ey, Lága-Kotey, Nýibær og Fjósakot.
„Farið var á fjöru" hvern dag,
þegar rekavon var, og skiptust menn
á að ganga fjöruna daglega frá þess-
um bæjum. Rekanum var skipt
strax, ef hægt var. Annars biðu
skiptin næsta dags, ef eitthvað kynni
þá að bætast við.
Langoftast hafði selurinn gert sér
gott af einhverjum hluta af reka-
fiskinum, en hann var jafnan marg-
ur þarna úti fyrir. Stundum rak að-
eins þorskhausinn með ræksni af
hrygg eða roði viðloðandi. Oftast
var þó stirtlan sæmilega heilleg.
Oll þau matföng, sem fengin voru á
fjörunni, voru reidd heim, hreinsuð
eftir föngum, matreidd og etin með
beztu lyst, þó að stundum marraði
sandur undir tönnum, þá tuggið var.
Dag og dag slæddust upp í fjör-
una heilir fiskar og stundum margir,
svo að þeir skiptu jafnvel tugum.
Það var kallað „landhlaup" og þótti
mikið happ.
Stundum rak mikið af loðnu á
fjörurnar, já, meira en fjörueigendur
gátu sjálfir hirt. Þá þótti sjálfsagt að
veita öðrum hlut í happi þessu.
Ymsir nágrannar fengu þá að taka
þátt í tínslunni. Happið saddi hungr-
aða eða ekki ofsatt fólk á næstu bæj-
um.
Loðnan var ýmist etin ný eða sölt-
uð. Stundum var hún hert. Einkum
var það gert, er komið var undir vor
og loðnan orðin gotin og mögur.
A þessum árum var almenn fá-
tækt ríkjandi í Meðallandi, enda
slæmt árferði um árabil og land-
kostir rýrir. Þess vegna varð fólk
öllu fegið, er saddi svanga maga.
Þessar fjörugöngur voru tíma-
frekar bændum og búaliði og mikill
ábætir ofan á öll önnur tímaf-ek
heimastörf, þegar vinnuléttinn og
þægindin skorti á öllum sviðum.
Suður á Koteyjarfjörur er 7—8