Blik - 01.05.1967, Page 98
96
BLIK
til landsins með gufuskipi, sem hét
Isafold og var eign J. P. T. Brvde,
hins kunna danska selstöðukaup-
manns, sem verzlaði í Eyjum, Vík í
Mýrdal og í Reykjavík.
Isafold lagðist á Dvrhólahöfn,
þ. e. vestan við Dyrhólaey, og þar
var kirkjuviðnum skipað í land.
Á þilfari skipsins var timbrinu
staflað saman og bundið í knippi,
sem síðan var rennt í sjóinn.
Bátar drógu síðan flekana inn
undir 'landbáruna. Þar lá fast ból. Ur
því lá kaðall í land. Timburknipp-
unum var knýtt í kaðalinn og þau
svo dregin með honum upp í fjöru.
Þar voru knippin síðan leyst upp og
viðurinn borinn upp á malarkamb-
inn og hlaðið þar upp.
Þarna vann Einar Sigurfinnsson
við timburburð. Hann mun þá hafa
verið á 16. ári og var vinnupiltur
hjá Jónatan Jónssyni í Garðakoti,
sem síðar varð vitavörður á Stór-
Höfða í Yestmannaeyjum. Þetta var
í fyrsta sinn, sem Einar fór að heim-
an til vinnu annars staðar.
Þegar smíði Skeiðflatarkirkju var
lokið, voru kirkjurnar á Dyrhólum
og Sólheimum lagðar niður og sókn-
ir þessar sameinaðar í eitt, Skeið-
flatarsókn.
Þrátt fyrir einangrun og fátækt
átti fólkið í Meðaílandi ríkar hneigð-
ir til félagsstarfs og menningar.
Ymsir mætir bændur fóru þar í far-
arbroddi og höfðu með sér nokkra
unga menn og upprennandi.
Þann 15. janúar 1905 var stofn-
að bindindisfélag í Meðallandi.
Stofnfundurinn var haldinn að Rofa-
bæ, enda var helzti hvatamaður að
stofnun félagsins bóndinn þar Stef-
án Ingimundarson. Félagið hlaut
nafnið Sigurvon. Stofnendur voru
20 talsins, flest æskufólk, piltar og
stúlkur
Fyrsti formaður félagsins var
kjörinn Stefán bóndi í Rofabæ,
gjaldkeri Pétur Hansson í Sanda-
seli og ritari Einar Sigurfinnsson í
Háu-Kotey. Félögum fjölgaði ört
og fundir vel sóttir. Líf og fjör í fé-
lagsskapnum.
Árið eftir sameinaðist Sigurvon
öðru bindindisfélagi, sem stofnað var
þá í Meðallandi. Það var bindindis-
félagið Sygin, goodtefnplarástúka
þar. Sú sameining átti sér stað 22.
júlí 1906. Síðan hefur F.inar Sigur-
finnsson verið goodtemplari og tel-
ur það spor, sem hann steig þá, eitt
sitt mesta gæfuspor í lífinu. Sá sem
þetta skrifar, getur vissulega tekið
undir það, því að hann hefur sömu
reynslu að tjá í þeim efnum. Þannig
hefur Einar Sigurfinnsson, þegar hér
er komið sögu, verið bindindismaður
í 61 ár. Þá var um þessar mundir
stofnað lestrar- og bókafélag í Með-
allandi. Flest heimili byggðarinnar
gerðust þegar félagsstoðir þar, þó að
bókakostur væri lítill. Vegna al-
mennrar fátæktar lestrarfélags-
manna urðu félagsgjöld að vera lág.
Það olli svo því, að lítil tök urðu á
að kaupa bækur handa félaginu til
útlána. Þess vegna lognaðist félagið
útaf bráðlega. Síðar stofnaði bind-