Blik - 01.05.1967, Page 100
98
BLIK
indisfélagið (stúkan) Sygin lestrar-
félag og eignaðist töluvert bóka-
safn. Það framtak varð að miklu
liði og bókasafnið langlíft í bvggð-
inni.
Alltaf brann innra með Einari
Sigurfinnssyni þráin sú, að mega
starfa fyrir æskulýðinn, koma að sem
mestu liði á þroskaskeiðinu, ná að
móta hann og manna. I því skyni
fékk hann nokkra drengi í lið með
sér haustið 1907. Þeir stofnuðu með
sér sérstakt æskulýðsfélag, sem þeir
nefndu „Æskuna".
Markmið félags þessa var tví-
þætt: Það skyldi „leitast við að draga
úr tóbaks- og áfengisnautn og svo
hvetja unglinga til þess að hugsa um
sóma sinn og velferð og heiður og
hag ættjarðarinnar." I félagi þessu
voru drengir um og innan við ferm-
ingu. Leiðtoginn þeirra, Einar Sig-
urfinnsson, var elztur, eins og vel
fór á, kominn yfir tvttugt. —- Á fé-
lagsfundum var lesið upp, sungið,
sagðar sögur o. s. frv. Allir þessir
félagsdrengir Einars gengu síðar í
ungmennafélag byggðarinnar og
urðu þar flestir leiðandi starfskraft-
ar. Það ungmennafélag var stofnað
í Meðallandi 1908. A þeim árum
ruddi ungmennafélagshreyfingin sér
braut í landinu til áhrifa og bless-
unar á marga lund æskulýð og heim-
ilum. Hún hefur bæði fyrr og síðar
bjargað barnaláni fjölmargra for-
eldra og þannig unnið þjóðfélaginu
íslenzka ómetanlegt gagn.
Þrír ungir menn aðallega beittu
sér fyrir stofnun ungmennafélags-
ins í Meðallandi. Þar skal fyrstan
telja söguhetju okkar Einar Sigur-
finnsson. Með honum unnu helzt að
stofnuninni Eiríkur trésmiður Jóns-
son frá Auðnurn og kennarinn í
byggðinni Eyjólfur Eyjólfsson. Til
fullnustu var gengið frá stofnun fé-
lagsins 8. nóv. 1908. Það var stofn-
dagur Ungmennafélags Meðallend-
inga, skammst. U.M.F.M.
Félagið dagnaði vel. Það gaf út
blað, sem hét „Félagsandinn" og var
lesið upp á fundum. Að sjálfsögðu
var það skrifað.
Að Fjósakoti í Meðallandi bjuggu
hjónin Sigurbergur Einarsson og
Árný Eiríksdóttir. Þau áttu mörg
börn. — Ein dóttir þeirra hét Gísl-
rún, fædd 1887.
Fljótt eftir fermingu fór Gíslrún
Sigurbergsdóttir að heiman, fyrst að
Gröf í Skaftártungu og svo að Mýr-
um í Álftaveri. En vorið 1907 kom
Gíslrún aftur heim til foreldra sinna
í Fjósakot. Þá gekk hún strax í stúk-
una Sygin og varð þar fljótt starf-
samur félagi, enda hafði hún áður
starfað í stúkunni Foldinni í Alfta-
veri. Gíslrún \ar sérstaklega félags-
lynd stúlka og varð einn að stofn-
endum Ungmennafélagsins. Þar var
hún einnig góður liðsmaður. Henni
var margt vel gefið og ýmislegt til
listar lagt. Hún var t. d. söngvin og
hafði fagra söngrödd.
Ekki höfðu þau Einar Sigurfinns-
son og Gíslrún Sigurbergsdóttir
starfað lengi í félagsskapnum, er
þau felldu hugi saman. Þau bundust
hjúskaparheitum í jan. 1909- Síðan