Blik - 01.05.1967, Page 101
BLIK
99
var hugsað ril jarðnæðis og búskap-
ar.
Vorið 1910 fengu 'þessi hjónaefni
byggingu fyrir hálfri Syðri-Steins-
mýrarjörðinni og hófu þar búskap
sinn í maí-mánuði það vor.
A Syðri-Steinsmýri voru fyrrum
engjar grasgefnar og þess vegna
mikill heyskapur. Þó voru Steins-
mýrarjarðirnar nú aðeins svipur af
því, sem þær áður höfðu verið, því
að sandurinn hafði herjað á land
þeirra árum saman og lagt hverja
spilduna af annarri í auðn. Áður
höfðu búið þar a. m. k. 4 ábúendur.
Nú bjuggu á Syðri-Steinsmýrarjörð-
unum aðeins tveir ábúendur og
höfðu lítil bú.
Lítill var bústofn Einars og Gísl-
rúnar, er þau hófu búskapinn á
Syðri-Steinsmýri, en þau voru hraust,
ólu með sér bjartar vonir og svo öllu
meira: þau elskuðust heitt og inni-
lega og voru óumræðilega ham-
ingjusöm. Og þá þarf vissulega ekki
stóran bústofn til þess að framfæra
tvo munna; hamingjan er hálft líf-
ið!
Snemma kom þó fyrsta óhappið
í búskapnum. Sumarbæran, sem þau
höfðu keypt um vorið, fékk júgur-
mein eftir burð á slætti, svo að þau
urðu að lóga henni. Heimilið var
þessvegna mjólkurlaust fram undir
jól, en þá bar hin kýrin, kvíga að
fyrsta kálfi. Tíu ær höfðu þau í
kvíum um sumarið. Kaupakonu
höfðu þau mánaðartíma á slætti
þetta fyrsta búskaparsumar sitt og
snúningadreng 9 ára.
Sunnudaginn 14. ágúst 1910
gengu þau Gíslrún og Einar í hjóna-
band. Hjónavígsluna framdi séra
Bjarni Einarsson á Mýrum, sem nú
var einnig orðinn prestur Langholts-
sóknar. Hjónavígslan fór fram í
Langholtskirkju, og var þar þá
margt fólk við messugjörð eins og
jafnan á þeim árum í Meðallandi.
Um haustið 1910 vildu hjónin á
Syðri-Steinsmýri auka bústofn sinn.
þá voru góð ráð dýr. Ekkert banka-
lán var að fá nokkurs staðar. Hvað
var þá til ráða?
I Vík í Mýrdal verzlaði kaup-
maður að nafni Halldór Jónsson.
Mörgum var hann að góðu kunnur
fyrir hjálpsemi við fátæka bændur
og búaliða.
Til hans lagði nú Einar bóndi
Sigurfinnsson leið sína. Hann fór
þess á leit við kaupmanninn, að
hann lánaði þeim hjónum úttekt að
minnsta kosti um árs bil, svo að þau
þyrftu ekki að lóga lömbum sír.um
um haustið, heldur gætu þau sett þau
á og aukið þannig bústofninn. Þetta
var auðsótt mál við drengskapar-
manninn Halldór kaupmann. Að-
eins ullin af þessum fáu kindum
þeirra var einasta innleggið inn á út-
tektarreikninginn næsta vor. Það lét
kaupmaðurinn sér nægja.
Ekki liðu mörg ár, þar til ungu
hjónin á Syðri-Steinsmýri höfðu
greitt allar verzlunarskuldir sínar
og gátu verzlað skuldlaust. Nægju-
semin, nýtnin, sparsemin og bú-
hyggnin áttu hér drýgstan þátt í vel-
gengninni eins og alltaf áður. Og