Blik - 01.05.1967, Síða 102
100
BLIK
ungu hjónunum leið vel í kotinu
sínu lága.
Og eins dauði er annars brauð,
stendur þar. Veturinn 1910—1911
strönduðu þrjú útlend skip á Með-
allandsfjörum. Þau óhöpp færðu
Einari bónda á Syðri-Steinsmýri þó
nokkrar tekjut.
Frá Syðri-Steinsmýri fluttu þau
hjón að Efri-Steinsmýri af sérstök-
um ástæðum. Þann 30. júní 1911
fæddist þeim hjónum fyrsta barnið.
Það var sveinbarn, sem hlaut skírn
15. s. m. og skírt Sigurbjörn. Allt
lék í lyndi fyrir ungu hjónunum.
Steinsmýrarbæirnir eru afskekkt-
ir, og skilur Eldvatnið þá frá aðal-
byggð. Fólkið á bæjum þessum átti
því ekki hægt um hönd með að
sækja félagsfundi í aðalsveit eða
vera virkir félagsliðar þar. Þess
vegna stofnaði það á þessum árum
nýtt félag fyrir Steinsmýrarbæina.
Það félag kölluðu þeir Skjaldborg.
Stofnendur voru 12, og hélt það
fundi mánaðarlega. Það kom upp
bókasafni til ánægju og gagns fólk-
inu. Fátt sannar betur félagslyndi
þessa fólks og menningarþrá en
stofnun þessa félags, eins og aðstæð-
ur allar til félagslífs voru þarna
erfiðar í fólksfæðinni og fásinninu.
Ekki hafði Skjaldborg haldið
marga fundi, er Einar Sigurfinnsson
flutti félagsmönnum þetta hvatning-
arljóð:
Heyrið kallið, hetjur snjallar.
Heyrið menn og fljóð.
Heyrið rödd, er hátt nú kallar:
Hleypið fjöri’ í blóð.
Heyrið óm frá eldhraunsseyðum,
æstum brimsins gný.
Víst er þörf á verkum greiðum,
vanans hrekja ský, —
víst er þörf á verkum greiðum,
vanans hrekja burtu ský.
Áfram því í einum anda,
upp með framtaks þor.
Iðjulaús má hér engin standa
ævi sinnar vor.
Allir upp til stríðs og starfa,
starfið f jörgar blóð.
Höfum æ þá hugsjón þarfa
að helga lífið þjóð, —
höfum æ þá hugsjón þarfa
að helga lífið vorri þjóð.
Allir upp í einu verki,
eflum lýðsins heill.
Drögum hátt vort helga merki,
hugur sé ei veill.
Skulum þétt í skjaldborg standa,
skjöldur vor sé hreinn.
Beitum afli anda og handa,
undan flýi ei neinn, —
beitum afli anda og handa,
undan merki flýi ei neinn.
Skýl þú öllu, Skjaldborg unga,
skjóls er þarfnast mest.
Hrek á burtu dapran drunga
og deyfðarmerki flest.
Stjórni Drottinn starfi handa,
styrki hverja mund,
komi með sinn kærleiksanda,
er krýni sérhvern fund, —
komi með sinn kærleiksanda,
er krýni sérhvern okkar fund.