Blik - 01.05.1967, Qupperneq 103
BLIK
101
Meðan Gíslrún Sigurbergsdóttir
húsfreyja á Steinsmýri gengur með
annað barn þeirra hjóna, langar mig
til þess að biðja bónda hennar, Einar
söguhetju mína Sigurfinnsson, að
segja okkur frá tveim skipsströndum
á Meðallandsfjörum. Þær frásagnir
hans fela í sér sögulegt gildi, með
því að björgunarstörf Meðallendinga
eins og allra annarra, er búa þarna
austur með strandlínunni hættulegu
sjófarendum, er þáttur í mikilvægu
mannúðarstarfi með íslenzku þjóð-
inni.
Skipsstrand, sem E. S. segir svo frá:
„Fyrri hluta árs 1912 strandaði
franskur togari á Þykkvabæjarfjöru.
Skipverjar voru um 30 og björguð-
ust allir nema einn. Þeir voru flutt-
ir heim á Landbrotsbæi. Skipið var
stórt og gert út til langs tíma, en það
hafði ekki hafið veiðar, þegar því
hlekktist á. I því var mikið af veið-
arfærum, mat og salti m. m.
I umboði sýslumanns, Sigurðar
Eggerz, hafði Björn hreppstjóri
Runólfsson í Holti umsjón með
strandi þessu. I samráði við útgerð
skipsins, á'byrgðar'félag o. fl. aðila
var afráðið að bjarga lauslegu öllu
úr skipinu eftir því sem tök væru á.
Svo var kveðið á, að bjargendur
fengju 1/3 söluverðs þess, er á land
næðist hvern dag. Gekk nú boð um
sveitina, að menn kæmu á strand-
staðinn snemma morguns tiltekinn
dag.
Margir urðu vel við þessum boð-
um og komu í fjöruna á tilteknum
tíma. Þegar svo var fallið út, að
hægt vra að komast að skipinu milli
sjóa, fóru nokkrir menn um borð og
tóku til verka.
Helgi Þórarinsson, bóndi í
Þykkvbæ, var settur til að sjá um
vinnuna úti á skipinu, en hrepp-
stjóri tók á móti og skrásetti allt,
sem á land kom.
Helgi í Þykkvabæ var dugnaðar-
maður, verkhygginn og röggsamur,
góður bóndi og í mörgu á undan
samtíð sinni.
Nú var gengið rösklega að verki
og hröð handtök höfð á, því að vel
þurfti að nota tímann, meðan lág-
sjávað var.
Gíslrún kona mín slóst í för með
karlmönnunum á strandstaðinn
þennan morgun. Hana langaði til
að sjá skipið, en hugsaði sér að halda
fljótlega heim. Fleiri konur komu
þar á strandstaðinn. Þær stóðu ofan
við flæðarmálið, þegar varningur
ýmiskonar tók að berast á land. Þá
kallar Helgi bóndi háum rómi:
„Konur, leggið 'hönd að verki. Nú
verða allir að duga vel!”
Þetta varð til þess, að þær unnu
allan þennan dag að björgununni og
kveinkuðu sín ekki, þótt Ægir sendi
þeim skvettu við og við eða löðr-
aði um fætur þeirra.
Margskonar varningur bjargaðist
á land þennan dag, sem svo seldist
all-háu verði. Urðu því björgunar-
laun þessa daga allrífleg samanbor-