Blik - 01.05.1967, Page 104
102
BLIK
ið við venjuleg daglaun þess tíma.
Þóttumst við hjónin ungu gera góða
ferð, þótt blaut værum og þreytt að
dagsverki loknu.
Næsta dag var einnig unnið við
skipið, en þá var miklu minna bjarg-
að, enda aðstaða lakari.
Ymiskonar vínföng voru í tog-
aranum, margar flöskur sáust þar
í skápum og hillum.
Þá voru bannlög gildandi á landi
hér, og sýslumaðurinn, Sigurður
Eggerz, lagði þunga áherzlu á það,
að ekkert áfengi yrði flutt frá horði.
Ymsir litu þó hýrum augum á þessi
glæsilegu glerílát, og nokkrir reyndu
að hylja þau innan klæða sinna og
komast með þau á land upp. En það
var, sem Helgi bóndi hefði auga á
hverjum fingri, og hann var skiótur
til orða og athafna, ef þurfa þótti.
Nokkrar flöskur sá ég hann taka af
mönnum, og þá sló hann þeim um-
svifalaust við borðstokkinn, svo að
sjórinn fékk sína dreypifórn.
Undir káetugólfinu var kjallara-
kompa. Þar voru m. a. 12 smátunn-
ur eða kútar. Omengað koníak var í
þeim öllum. I kjallarakompuna var
svo safnað öllum flöskum, sem fund-
ust, hleranum síðan lokað og inn-
sigli hreppstjóra sett fyrir. Þessar
drykkjarvörur eru þarna djúpt grafn-
ar í sandinn undir öruggri gæzlu
Ægis konungs, því að eftir stuttan
tíma var skipið sokkið svo, að um
vorið sást aðeins á stafn þess og
fremri vörpuboga upp úr sandinum".
„Ugadale”
strandar á Steinsmýrarfjörn
Þann 20. jan. 1911 var bjart veður,
spakt og frostlítið.
Seint um kvöldið heyrðu menn á
Steinsmýrarbæjum, að hátt lét í
Eimskipsflautu. Skömmu síðar sást
bál mikið í sömu átt. Þóttust menn
þá vita, að skip væri strandað eða
á einhvern hátt í nauðum statt.
Menn bjuggust fljótt til ferðar,
menn af öllum Steinsmýrarbæjum
og Efri-Fljótum með hesta og ann-
að, sem með þótti þurfa og til var.
Suður á Eldvatnsbakka var stanz-
að og kallað á ferju. Strax heyrðist
svarað en lítið sást frá sér. Brátt gaf
áraglamið til kynna, að Asbjörn
bóndi á Syðri-Fljótum hefði verið
við búinn. Han vissi, hvað um var
að vera og bjóst við Steinsmýringum
fljótlega.
Ekki tók langan tíma að koma
mönnum og hestum yfir Eldvatnið.
Þegar var lagt á hestana, þótt sund-
blautir væru, og riðið til strandar.
Innan stundar var komið að hinu
strandaða skipi. Þarna stóð það og
sneri stafni að landi. Og ekki var
langt milli lands og skips.
Brim var ekki mikið, því að veður
var enn stillt. Nóttin var furðu-
björt, því að heiðskírt var og stiörnu-
skin.
Bát frá skipinu hafði rekið alls-
lausan og óbrotinn. Ekki sáust nein
merki þess, að menn hefðu komizt
á land, en greina mátti menn úti á
skipinu. Einhver í hópnum kallaði.