Blik - 01.05.1967, Side 105
BLIK
103
Strax var svarað á íslenzku: ,.BÍðum
birtunnar.”
Efitr drykklanga stund var bjarg-
hring kastað í sjóinn. Við hann var
tengd lína. Þetta sást glöggt frá
landi, því að tekið var að birta að
degi.
Brimaldan bar hringinn hægt og
hægt upp að fjörunni, unz vað-
bundinn maður gat náð til hans. Þá
var línan dregin í land og svo all-
gilt tóg, sem í hana var bundið.
Rekabútur var grafinn á endann
niður í sandinn. Þar var endi tógs-
ins bundinn traustlega um. Síðan var
tógið strengt milli skips og lands.
Þó lá nokkur hluti þess eftir yfir-
borði sjávarins. Þegar þessu var öllu
traustlega í kring komið, hófst björg-
unarstarfið. Einn og einn skipsmað-
ur fikaði sig eftir línunni til lands.
Þeir héldu sér við hana með báðum
höndum, handlönguðu sig eftir
henni. Sumir þeirra notuðu bæði
hendur og fætur. Þetta gekk allvel.
En ekki var unnt að sporna við því,
að mennirnir blotnuðu á leiðinni
í land, þó að björgunarmenn reyndu
að halda línunni ofan sjávar eftir
föngum.
Vaðbundnir menn stóðu í sjó und-
ir hendur til þess að hafa meiri og
sneggri tök á að bjarga, ef einhver
slitnaði af björgunarlínunni sökum
mistaka eða vanmáttar.
Loks voru allir strandmennirnir
komnir á þurrt land. Alvotir voru
þeir en allir ómeiddir og furðu
hressir. Einn strandmannanna mælti
á íslenzka tungu, var Islendingur,
Gísli Oddsson, og var 2. stýrimaður
á þessu skipi, sem var brezkur tog-
ari „Ugadále” að nafni.
Fljótlega voru skipsmenn settir
upp á hesta og haldið með þá til
bæja. Stutt var heim að Syðri-Fljót-
um. Þar voru lítil húsakynni en
hjartarúm því meira hjá hjónunum
þar, Sigríði og Asbirni. Þess vegna
fann þar enginn til þrengsla, fannst
okkur.
Fyrst voru hinir sjóhröktu menn,
12 að tölu, færðir úr blautum föt-
unum. Allir fengu þeir eitthvað
þurrt að fara í. Sumir háttuðu ofan í
rúmin í baðstofunni.
Þegar nú öllum strandmönnun-
um var borgið, voru tveir menn vel
ríðandi sendir til hreppstjórans.
Heim til hans var all-löng leið. Leið
því nokkur stund, þar til hann kom
á vettvang. Hreppstjóri Leiðvalla-
hrepps var þá Stefán Ingimundar-
son bóndi í Rofabæ.
Hreppstjórinn var stór vexti og
vel að atgervi búinn, — ekki smá-
fríður, — ágætur vatnamaður og
drengur góður.
Stefán hreppstjóri tók venjulega
skýrslu af skipsrjóra og gerði aðrar
þær ráðstafanir, er nauðsynlegar
voru. T. d. sendi hann tvo menn á
strandstaðinn, sem skyldu vera þar
um nóttina, líta eftir skipinu og
bjarga undan sjó, ef eitthvað kynni
að reka úr því. Þessir menn voru
Loftur hreppsnefndaroddviti Guð-
mundsson á Strönd og Einar Sigur-
finnsson.
Aldimmt var orðið, er þeir lögðu