Blik - 01.05.1967, Síða 106
104
BLIK
af stað frá Fljótum. Innan stundar
voru þeir komnir að hinu strand-
aða skipi.
Skipsbáturinn, sem áður er
minnzt á, hafði verið dreginn upp á
kampinn um morguninn og honum
hvolft þar. Bátinn notuðu þeir fyrir
skýli; rótuðu sandi að honum, svo
að ekki næddi undir hann, og höfðu
smugu undir hástokkinn á einum
stað. Matarbita höfðu þeir með sér,
kertisstúf og eldspýtur. Þeir gengu
um fjörur, en fundu ekkert. Síðan
lögðu þeir sig til svefns. Ekki varð
þeim svefnsamt um nóttina, mest
sökum kulda.
Næsta dag kom hreppstjórinn á
strandstaðinn og nokkrir menn með
honum, þ. á m. yfirmenn skipsins.
Um fjöruna tókst að komast út í það.
Var þá tekinn í land fatnaður skip-
verja, eitthvað af matvælum o. fl.
Svo var öllu vandlega lokað, svo að
sæmilega tryggt væri, að enginn
sjór kæmist í skipið að öllu óbreyttu.
Aður en heim var haldið, bætti
hreppstjóri við tveim varðmönnum,
svo að nú voru fjórir. Þeir höfðust
við undir bátnum milli þess, sem
þeir litu eftir skipi og skyggndust
um strandfjöruna.
Ekki var hreyft neitt við skipinu
eða munum þess, Það stóð á réttum
kili, að heita mátti. Sandur safnað-
ist daglega að því, svo að nálega
mátti ganga að því þurrum fótum
um f jöruna. Skipstjóri, stýrimenn og
1. vélstjóri komu daglega á strand-
staðinn ásamt fylgdarmanni, sem
stundum var sjálfur hreppstjórinn.
Þeir héldu öllu hreinu og fáguðu í
skipinu, því að ætlun þeirra var að fá
því fleytt aftur á flot. Aðrir skip-
verjar voru fluttir til Reykjavíkur,
svo fljótt, sem því varð við komið.
Islendingurinn Gísli Oddsson var
2. stýrimaður, eins og áður greinir.
Hann reyndist ötull og duglegur og
virtist ráða mestu um meðferð skips-
ins og undirbúning að björgun þess.
Gísli Oddsson gerðist síðar skip-
stjóri á „Leifi heppna" og fórst með
honum á Halamiðum í mannskaða-
veðrinu mikla 1926.
Einn daginn kom björgunarskipið
„Geir" til að athuga allar aðstæður
til björgunar. Þetta var danskt
björgunarskip með danskri áhöfn.
Ekki mun þeim hafa litist á björgun-
armöguleikana, því að þeir hurfu
frá samdægurs og sáust aldrei meir.
Þegar sjó stækkaði, rótaðist sand-
urinn frá skipinu, og virtist þá losna
um það. Loks var þá gerð tilraun til
að koma skipinu á flot. Nokkrum
mönnum var safnað saman til hjálp-
ar. Nokkru af kolum var varpað fyr-
ir borð. Vélar settar í gang. Róið á
bátum út fyrir blindeyrarnar. Þar
var lagt akkeri. Ur því lágu vírar á
vindu togarans. Dýpið við strönd-
ina var kannað á ýmsum stöðum o.
s. frv.
Loks tók skipið að bifast og mjak-
ast hægt og hægt frá ströndinni.
Brátt flaut það laust. Svo stóð það
aftur fast á sandrifi nokkru utar En
á því varð einnig sigrast, með því að