Blik - 01.05.1967, Side 107
BLIK
105
leggja fyllsta kraft á vélina og vind-
una, — og brátt flaut skipið á fríum
sjó.
Báturinn kom í land til þess að
sækja eitíhvað, sem þeir áttu þar. Að
því búnu var akkeri dregið upp,
flauta skipsins þeytt og haldið frá
ströndinni.
Vissulega samfögnuðu Meðal-
lendingar giftu skipsmanna, hversu
þetta tókst allt vel.
Mestan og beatan þátt í því að
þéssi björgun heppnaðist, átti án efa
2. stýrimaður, Gísli Oddsson. Hann
var ákveðinn frá upphafi og ó-
þreytandi í björgunarstarfinu. Það
var honum mikil hjálp, að hann
skildi mál heimamanna og gat því
betur sett sig inn í ástæður allar og
tekið ráðleggingum, ef gefnar voru.
Ein óveðursnótt hefði getað fleygt
skipinu á hliðina, brotið ofan af því
og þannig torfímt öllum áætlunum.
Og ef svo síðasti sólarhringurinn
hefði ekki verið svona veðurspakur
og hlýr, sem raun varð á hefði allt
farið öðruvísi og verr.
Eins og getið var, þá voru það
aðeins yfirmenn skipsins, sem héldu
til í námunda við strandið. Þeir
æsktu þess að fá tvo duglega menn
með sér, ef skipið næðist út. Til þess
gáfu kost á sér Steindór Sigurbergs-
son í Háu-Kotey og Sigurður Sig-
urðsson í Lágu-Kotey, — hraustir
menn báðir og á bezta aldri.
Þessir 6 menn voru nú innan
borðs á þessum brezka togara, þegar
þann sigldi frá landi undan Seins-
mýrarfjöru í 3. viku þorra árið 1911
eftir 18 daga dvöl uppi í fjörunni.
En ekki voru allar raunir á enda,
þótt þetta fallega skip kæmist á rúm-
sjó, því að veður versnaði mjög, þeg-
ar að kvöldi leið.
Fljótt kom talsverður leki til sög-
unnar, og hann ágerðist, þegar veðr-
ið versnaði. Dælur skipsins urðu ó-
virkar vegna kolasalla, sem einhvern
veginn hindraði starf þeirra. Einnig
gekk vélin illa. Þar af leiddi, að skip-
ið hrakti og munaði minnstu, að það
strandaði aftur á hættulegum stað.
Loks eftir mjög langt og erfitt
strit og starf tókst að hreinsa svo til,
að dælurnar unnu hindrunarlaust og
vélar gengu sæmilega. Um sama
leyti slotaði veðrinu og ferðin hófst
vestur með ströndinni.
í Vestmannaeyjum fengu þeir
vistir og vatn og komust svo heilu
höldnu til Reykjavíkur".
Margt fleira mætti skrá um strönd
og skipreika á fjörum Meðallend-
inga. Hvert skipsstrand á sína sögu
fyrir sig. Ekki hvað minnsti þáttur-
inn í björgunarstarfinu er flutning-
ur á skipbrotsmönnum til Reykja-
víkur yfir vötn og margskonar tor-
færur aðrar í ýmsum veðrum um
hávetur. Þeir einir skilja þá erfið-
leika, sem farið ha'fa vetrarferðir
með hesta og farangur.
Slík ferðalög heyra nú fortíðinni
til, en eru samt ekki ómerkur þáttur
í atvinnusögu íslenzku þjóðarmnar.
Hinn 3. des. 1912 fæddist ungu