Blik - 01.05.1967, Síða 108
106
BLIK
hjónunum, Gíslrúnu og Einari á
Steinsmýri, annar sonur. Sá var einn-
ig brátt vatni ausinn og skírður Sig-
urfinnur, nafni föðurafa síns.
I strjálbýli þessa lands eru ekki
alltaf heimatökin hæg um það að
ná í hjálp ljósmóður í tæka tíð eða
nægilega snemma. Svo var það hjá
ungu hjónunum á Steinsmýri. Þau
höfðu eignast tvö börn. I hvorugt
skiptið hafði sjálf ljósmóðurin verið
viðstödd, ekki komin, ekki náðst til
hennar í tæka tíð. Ljósmóðirin bjó
á Strönd.
Nábýliskonan Jóhanna Einars-
dóttir var nærfærin og handlagin.
Hún veitti fæðingarhjálpina í bæði
skiptin og hjúkraði móður og 'börn-
um, þar til hin lærða ljósmóðir kom.
Jóhanna húsfreyja var síðan alltaf
nefnd ljósa drengjanna.
Jólin nálguðust með frið og bless-
un, — jólin 1912. Ungu hjónin nutu
mestu nátíðarinnar í trú og auð-
mýkt, glöð og hress hjá litlu drengj-
unum sínum. Þannig leið aðfanga-
dagskvöldið og fyrsti jóladagurinn.
Þegar útiverkum var lokið þann dag
og búverkum, settust ungu hjónin
um kyrrt í baðstofukytrunni sinni,
sungu jólasálma og nutu hins fagra
orðs jólaguðspjallsins og jólalesturs-
ins. I sannleika fannst þeim helgur
friður fylla baðstofuna og þau trúðu
því, að blessun guðs hvíldi yfir þeim
öllum og litla heimilinu þeirra. Þau
ræddu um það, að þetta væru un-
aðslegustu jólin, sem þau hefðu lif-
að, og friður guðs fyllti hjörtu þeirra
í einlægu trúartrausti og tilbeiðslu.
Sviplega syrtir að
A 2. jóladag var smávegis viðbún-
aður, því að daginn eftir átti að skíra
litla drenginn þeirra. Komið var
kvöld og Einar bóndi kominn inn frá
gegningum og öðrum útiverkum.
Olíuvél stóð á borði við útvegginn
nálægt miðri baðstofu. Á vélinni var
lítiíl pottur með bráðinni feiti. Þar
átti að steikja í kleinur.
Litli óskírði drengurinn lá í vöggu
sinni innan til í baðstofunni. Eldri
drengurinn, Sigurbjörn, var þar líka
að leikjum.
Allt í einu logaði upp úr pottin-
um á olíuvélinni. I sama vettvangi
þrífur Gíslrún húsfreyja pottinn af
vélinni, en missti hann úr höndum
sér á gólfið. Á augabragði logaði bál
á miðju gólfinu og stækkaði.
Bæði börnin voru innan við bálið;
— það milli þeirra og dyranna.
Faðirinn hljóp út með Sigurbjörn
litla og móðir samstundis með hvít-
voðunginn úr vöggunni vafinn í
sængufötin. Hún hljóp au'stur hlaðið
að útidyrum sambýlisfólksins. Ek'ki
sá faðirinn annað, en að þeim væri
að fullu borgið, — þar væri allt með
felldu.
Stór tunna af vatni stóð við úti-
dyrnar og vatnsfata hjá.
Ur tunnunni jós Einar vatninu
yfir gólfið og slökkti eldinn brátt.
Síðan gekk hann með Sigurbjörn
litla á handleggnum inn til sambýl-