Blik - 01.05.1967, Side 109
BLIK
107
isfólksins. Þá blasti við eiginmann-
inum og föðurnum sorgleg sjón.
Konan hans stóð þarna á gólfinu.
Fötin héngu í tætlum utan á líkama
hennar og voðaieg brunasár blöstu
við sjónum hans. — Eldurinn hafði
'kómizt í föt hennar, þegar hún
hljóp fram baðstofugólfið með barn-
ið. Þegar hún svo skundaði með það
á móti golunni til sambýlisfólksins,
hafði hann magnazt og læst sig um
líkama hennar, svo að skíðlogaði í
fötunum, þegar hún kom að austur-
bæjardyrunum. Þar hafði barnið ver-
ið þrifið af henni og síðan ausið yfir
hana vatni, svo að eldurinn slokkn-
aði brátt í fötum hennar. Eftir stóðu
djúp brunasár á baki og víðar.
Strax var sent eftir lækni, en hans
var að vitja að Breiðabólstað á Síðu.
Þangað var langur vegur og því tók
það langan tíma að sækja hann.
Læknirinn kom loks og kom þá
allslaus. Hafði ekkert meðferðis,
engar umbúðir, engin Iyf. Hann leit
á sjúklinginn og sagði: „Þetta grær
með tímanum." Síðan hvarf hann
heim aftur.
Eylgdarmaður læknisins kom aft-
ur með baðmullarlagð og eitthvað í
glasi, — og svo með skipan læknis-
ins auðvitað: „Bera þetta á sárin og
vefja síðan með hreinu, gömlu lér-
efti." — Það var gert og rénuðu
þjáningarnar þá þegar.
Presturinn kom eins og til stóð og
barnið var skírt við sjúkrabeð móð-
urinnar.
A öðrum degi var móðirin flutt í
eigið hús. Líðan hennar virtist bæri-
legri. Hún var róleg og öllu voru
þau vongóð.
Daginn fyrir gamlársdag var Gísl-
rún húsfreyja með hressara móti.
Tengdamóðir hennar kom þá í vitj-
un og tók heim með sér yngri dreng-
inn.
Síðari hluta næsta dags, gamlárs-
dags, tók sjúklingnum að þyngja
fyrir brjósti. Þá var Runólfur smá-
skammtalæknir (hómópati) í Hólmi
sóttur. Hann hlustaði sjúklinginn og
lét í té lyf, sem drógu úr slæmri líð-
an.
Þegar smáskammtalæknirinn fór,
átti hann einslegt samtal við eigin-
manninn. „Það er þungt að verða að
segja þér það, Einar, að hér er ekk-
ert að gera. Lífið er að fjara út.
Hjartað gefur sig, þegar minnst var-
ir. Eg segi þér þetta afdráttarlaust,
af því að ég þekki þig og þú veizt,
hvar huggunar er að leita."
A nýársmorgun 1913 fóru gest-
irnir, móðir Einars bónda með yngri
drenginn þeirra hjóna og Sigurður
bróðir Einars, sem fylgt hafði móður
sinni af bæ. Gíslrún var mjög mátt-
farin um morguninn. Þó gat hún
tekið kveðju þeirra og veitt barninu
blessun sína. —
Stutt stund leið. Aftur opnar hún
augun og segir veikri röddu: „Bið þú
nú fyrir okkur. Jesús er hér inni." —
Meira skildi ekki eiginmaðurinn.
Hann svaraði með nokkrum bænar-
orðum.
Enn leið nokkur stund. — And-
ardrátturinn varð sífellt veikari. ■—
Enn opnar hún augun og rennir