Blik - 01.05.1967, Page 112
110
BLIK
„féllst stjórn sjóðsins á að veita Ein-
ari kr» 200,00 styrk á ári í 5 ár
sökum hugprúðrar framgöngu móð-
urinnar, sem orsakaði dauða henn-
ar."
Einar Sigurfinnsson telur síðan
séra Sigurbjörn A. Gíslason einn
hinn mesta drengskaparmann, er
hann hefur kynnzt á lífsleiðinni og
ber jafnan til hans óblandinn þakk-
arhug.
Ekki undi Einar lengi á Steins-
mýri eftir hinn sorglega atburð. Vor-
ið 1913 flutti hann til fólksins síns
að Lágu-Kotey og fékk þar nokkr-
ar grasnytjar. Þar byggði hann hús
yfir skepnur sínar. Þarna dvaldist
hann að nokkru leyti í heimili móð-
ur sinnar og stjúpa, og þarna gat
hann séð drengina sína daglega.
Vorið 1919 tók Einar Sigurfinns-
son Sigurbjörn son sinn til sín.
Kristín móðir Einars og amma
drengsins taldi það ekki eftir sér að
veita honum umönnun ofan á öll
önnur móður- og húsmóðurstörf.
Hún hafði þá alið 15 börn og voru
8 þeirra á lífi, öll heima að Lágu-
Kotey hjá henni.
Nú loks fannst Einari Sigurfinns-
syni hann aftur hamingjusamur,
eftir því sem hann gat á ný fundið þá
tilfinningu innra með sér, með því
að nú hafði hann aftur báða dreng-
ina sína hjá sér og gat sjálfur annast
uppeldi þeirra. Sigurbjörn var þá
8 ára og Sigurfinnur 6 1/2 árs.
Hann kenndi þeim lestur og önnur
atriði undir frekara nám.
Heimilislífið í Lágu-Kotey var
hið ánægjulegasta. Systur Einars
unnu í heimilinu og allir studdu
hvern annan, hjálpuðust að sem einn
maður.
Hinn 28. febr. 1920 andaðist
Kristín móðir Einars úr lungna-
bólgu. Þá var hún 56 ára, — þreytt
og slitin af látlausu erfiði. Dagsverk-
ið var mikið orðið og hafði verið
erfitt. Hún hafði alið 15 börn, eins
og áður getur, og búið við þröngan
efnahag jafnan. En kærleiksrík var
hún, ástrík og fórnfús og aldrei
heyrðist hún mæla æðruorð á hverju
sem gekk og hversu lítið, sem var
handa á milli til þess að seðja alla
munnana. Börnunum sínum var hún
allt, uppspretta ástríkis og blessun-
ar, trausts og huggunar.
Eftir fráfall Kristínar móður Ein-
ars urðu ýmsar breytingar á bú-
stjórn og fólki í Lágu-Kotey. Sig-
urður bróðir Einars giftist og flutt-
ist til Reykjavíkur. Þá greip angur
og tregi Einar, því að þeir höfðu ver-
ið sérstaklega samrímdir bræðurnir.
Kristín systir Einar var flutt burtu.
Magnús bróðir Einars fékk jörðina
til ábúðar.
Sjálfur afréð Einar Sigurfinnsson
að breyta um verustað og flytja. Það
varð þó ekki fyrr en 6 árum eftir
lát móður hans, að hann fluttist frá
Lágu-Kotey til Reykjavíkur. Hann
var þá á 42. aldursári, er hann
kvaddi bernsku- og æskustöðvarnar.
Marga vini og kunningja í Meðal-
landi þurfti hann þá að kveðja, og
ekki voru þeir allir kvaddir af ó-
snortnum hug.