Blik - 01.05.1967, Blaðsíða 113
BLIK
111
Þegar Einar Sigurfinnsson flutti
úr Meðallandi, sagði hann af sér
öllum þeim mörgu trúnaðarstörfum,
sem sveitungar hans höfðu falið
honum. Þar skal fram tekið, að Einar
var formaður Búnaðarféiags Leið-
vallarhrepps. I hreppsnefnd var
hann og í sóknarnefnd, já, formaður
hennar um skeið. Einnig var hann
safnaðarfulltrúi. Mörg ár var Einar
Sigurfinnsson meðhjálpari við Lang-
holtskirkju. Þá var hann varasýslu-
nefndarmaður um árabil og skatta-
nefndarmaður.
Þegar ábúendaskipti ve,-ða á jörð,
er jörðin tekin út eins og það er
kallað. Einnig er svo gert, þegar
þjóðjörð er seld ábúanda. Hrepp-
stjórinn í hreppi hverjum er sjálf-
kjörinn úttektarmaður samkv. lög-
um, og svo skipaði sýslumaður út-
tektarmann með honum. Einar Sig-
urfinnsson var úttektarmaður í Með-
allandi eða Leiðvallahreppi um
langt árabil.
Aður en Einar Sigurfinnsson flutti
úr Meðallandi, gerði Ungmennafé-
lag Meðallendinga (U.M.F M.) hann
að heiðursfélaga sínum.
I Reykjavík fékk Einar Sigur-
finnsson inni í húseigninni nr. 50
við Bergstaðastræti. Það hús hafði
Sigurður bróðir hans keypt. Synir
Einars dvöldust austur í Skaftafells-
sýslu þetta sumar, Sigurbjörn á
Kirkjubæjarklaustri og Sigurfinnur í
Þykkvabæ.
Einar réði til sín ráðskonu, Elínu
Sigurðardóttur frá Minnivöllum í
Landssveit.
1 Reykjavík stundaði Einar Sigur-
finnsson ýmsa vinnu eftir því sem til
féllst. Hann vann helzt við af-
greiðslu skipa, — og svo við húsa-
smíðar, þegar hann átti þess kost. Á
sumrin var hann í kaupavinnu.
Sigurbjörn Einarsson hóf nám í
1. bekk Menntaskólans í Reykjavík
haustið 1926. Sigurfinnur gekk í
Miðbæjarskólann.
Sumarið 1927 hafði Einar í raun-
inni afráðið að fara ekki í kaupa-
vinnu. Hann óttaðist, að erfitt yrði
að fá vinnu aftur í höfuðborginni, ef
hann hyrfi frá svo langan tíma, því
að atvinnuleysi lét á sér kræla þar,
þegar svo bar undir.
En enginn ræður sínum nætur-
stað, stendur þar. Svo fór hér um
fyrirætlanir Einars Sigurfinnssonar.
Það var sem annað aflið ýtti og hitt
togaði. Hann lét undan þrábeiðni
og réðist kaupamaður að Syðra-
Langholti í Hrunamannahreppi til
hjónanna Guðmundar Olafssonar og
Onnu Árnadóttur.
Tvö börn hjónanna í Syðra-Lang-
holti voru heima og unnu foreldrum
sínum, Ragnhildur og Einar.
Vorið 1928 hófu þau búskap í
Reykjavík Einar Sigurfinnsson og
Ragnhildur Guðmundsdóttir heima-
sæta í Syðra-Langholti og fengu inni
að Grundarstíg 3. Þetta vor, 28. maí,
gengu þau í hjónaband. Þá var Einar
44 ára og 'hún tíu árum yngri. „Þetta
hjónaband var og hefur ávallt verið
mér mikið gæfuspor", segir Einar.
„Traust vinátta, tryggð og hugulsemi
einkennir eiginkonuna mína, og