Blik - 01.05.1967, Page 114
112
BLIK
hetjulund og dáðadyggð hennar
kemur gleggst í ljós, þegar mest á
reynir".
Einar Sigurfinnsson biður mig ekk-
ert að dylja þessar fullyrðingar
sínar um lífsförunautinn. Það fellur
mér sérstaklega vel. Einkenni góðra
manna og dyggðugra er hið opna og
einlæga sálarlíf. Ekki skyldi draga
fjöður yfir hamingjustundirnar í til-
verunni. Og mig langar til að skjóta
því hérna inn í, að margt hjónaband-
ið myndi ánægjulegra og óþving-
aðra, ef við eiginmennirnir gerðum
meira að því að viðurkenna í orði
og á borði tryggðir og dyggðir lífs-
förunautsins, fórnfýsi hans og aðra
auðsýnda mannkosti.
Þeim Ragnhildi og Einari fæddist
fyrsta barnið 19. febr. 1929. Sveinn
var það og hlaut nafn afa síns Guð-
mundar bónda í Syðra Langholti.
Þennan mæta dreng þekkjum við
hér, Eyjabúar.
Kröpp voru kjörin hjá mörgum
verkamanninum í Reykjavík á þess-
um árum. Fjárhagskreppan mikla
var í aðsigi. Stór hópur verkamanna
lagði leið sína niður að höfninni á
hverjum morgni kl. 5—6 til þess
að snuðra eftir vinnu. Þá hófst
vinnudagurinn venjulega kl. 6 að
morgninum.
I leit að vinnu var gengið um
bryggjur og bólverk til þess að at-
huga, hvaða skip hefðu komið í
höfn um nóttina. Þar var vinnuvon,
væri allt með felldu. Verkamenn
skiptust á orðum, þar sem þeir
biðu og vonuðu. Mörgum var hroll-
kalt. Sumir voru syfjaðir og þreytu-
legir. Menn voru þar á öllum aldri,
frá nýfermdum drengjum til háaldr-
aðra og útslitinna öldunga.
Verkstjórinn gengur að skipshlið-
inni eða út á þilfarið. Nokkrir verka-
menn fylgja honum fast eftir. Hann
bendir þeim að opna lestina Hún
er full af saltfiski. Verkamennirnir
vita flestir, hvernig þarna skal að
verki standa. Þeim er mest „skipað
fyrir" með bendingum. — Brátt er
liðið fullskipað og margir verða frá
að hverfa. Þá leita þeir fyrir sér
annars staðar.
Að þessu sinni var Einar Sigur-
finnsson einn af þeim heppnu. Hann
hlaut vinnu í fyrstu lotu. Uppskip-
unin úr togaranum er hafin af krafti.
Einn maður er í hverri sríu. Fiskin-
um er kastað upp á pall undir lest-
aropinu. Hratt og títt fellur hann
á pallinn. Þar stendur „gatmaður-
inn" og kastar fiskinum af pallin-
um upp á þilfarið, — upp á borð
þar, sem nær frá lestaropinu út að
borðstokknum. Af þessu borði er svo
fiskinum kastað upp á bryggjuna. A
bryggjunni vinna svo aðrir við að
kasta fiskinum upp á bifreiðir. —
Alls staðar er keppzt við. Hvergi má
safnast. Um „gatmenn" er skipt á
15 til 20 mínútna fresti, því að þeir
verða að hamast til þess að ekki
safnist fyrir á pallinum undir lestar-
opinu. Þar kemst aðeins einn maður
í senn að vinnu vegna þess, hve lest-
aropið er þröngt. „Gatmennirnir",
sem skiptast á, eru tveir.
Þegar lækkar í stíunum, þyngist