Blik - 01.05.1967, Side 115
BLIK
113
vinnan. Látlaus saltmokstur og
hærra upp að kasta. Menn eru kóf-
sveittir og illa verkaðir af saltbleyt-
unni. En hin væntanlegu verkalaun
að dagsverki loknu sætta menn við
erfiðið.
Margir urðu alls staðar frá að
hverfa, fengu enga vinnu, eftir langa
leit. Vonsviknir rölta þeir að verka-
mannaskýlinu, daprir í bragði. Setja
sig þar niður og hvíla, sumir þreytu-
legri til að sjá en þó að þeir hefðu
þrælað allan daginn í togaralestinni.
Heima er bjargarlítil kona og börn,
sem skortir flest það, sem til þæg-
inda telst, já, líka brýnustu nauð-
synjar.
Kaffi, kaffi, er hrópað. Verka-
mennirnir flýta sér og grípa nestis-
kassana sína með hitabrúsanum í.
Kaffitíminn er stuttur, aðeins 15
mínútur. Margir flýta sér í skýlið.
Aðrir drekka á vinnustaðnum, tylla
sér einhvers staðar, meðan þeir sötra
kaffilöggina með fátæklegu með-
læti. Sveitabóndanum finnst þetta
allt ofur ömurlegt. Þó má illu venj-
ast svo að gott þýki, hugsar hann
með sér. Einar Sigurfinnsson er einn
í hópi hinna „hamingjusömu". Hann
er fátalaður, en hugsar þeim mun
meira.
Dagur er liðinn að kvöldi. Safn-
að er kröftum til næsta dags. Þá
hefst vinnusnuðrið á nýjan leik, sem
endar með sigrum eða vonbrigðum,
svita eða hrolli.
Happ þótti þá að fá vinnu í salt-
eða kolaskipi, því að þar var að vísu
verki að ganga lengur en einn dag.
—• Erfið var vinna í saltskipinu.
Þungt er að móka salti allan daginn.
Þá var því mokað upp í hálftunnu-
mál. Síðan var hellt úr málunum í
poka. Siðan voru 6—7 saltpokar
dregnir upp í einni kippu. Tveir
menn unnu saman við hvert saltmál
og reið mjög á því, að þeir væru
samhentir.
Léttara er að moka kolunum en
saltinu, sérstaklega eftir að komið
er niður á lestargólfið. Þeim var
mokað í trog og stórar körfur, og
kepptust kolamokararnir við ,,krók-
inn", hafa fullt næsta kolamál til að
slá á það, þegar krókurinn kæmi
niður.
Ekki voru „kolaverkamennirnir"
hörundsbjartir eftir að hafa unnið
í kolalest allan daginn. Segja mátti
með nokkru sanni, að föt, andlit og
skrokkur væri svona hér um bil
jafn svart. Ekki fóru lungun heldur
varhluta af kolarykinu.
Vorið 1929 fluttust þau hjón,
Ragnhildur og Einar, búferlum frá
Reykjavík að Iðu í Biskupstungu.
Þau höfðu keypt þá jörð og afráðið
að hefja búskap, — þótti það líf-
rænna starf en „eyrarvinnan" í höf-
uðstaðnum.
Erfið voru fyrstu búskaparár
þeirra hjóna í Iðu, þó að nágrann-
arnir væru góðir og hjálplegir og
hinn ákjósanlegasti samhugur ríkti
þar á milli bændafólks og búaliðs.
Viðskiptakreppan var að skella á.
Allar afurðir féllu stórlega í verði
og fjárhagskröggur alls staðar ríkj-
andi þess vegna.
8