Blik - 01.05.1967, Page 116
114
BLIK
Svo urðu hjónin fyrir því óhappi,
að íbúðarhús þeirra á Iðu brann til
kaldra kola 6. júní 1932. Þar brunnu
flestir innanstokksmunirnir einnig.
Eftir það óhapp stóðu hjónin eftir
svo að segja slipp, aðeins í hvers-
dagsfötunum og svo heimilisfólk
þeirra, svo sem synir Einars frá fyrra
hjónabandi og systir hans, sem vann
þeim, og stálpaður drengur. Matar-
forði heimilisins brann einnig allur.
Nú máttu þau hjón með sanni
segja, að vel kæmi sér að búa nálægt
góðu fólki. Gjafir bárust þeim, svo
sem föt og matvörur. Kreppan olli
því, að peninga höfðu menn ekki
aflögu. Þó bárust nokkrar krónur
frá gömlum sveitungum í Meðal-
landi.
Um tíma virtust öll sund lokuð
fyrir þeim hjónum að búa lengur á
jörðinni. Hvergi lán að fá til íbúðar-
hússbyggingar. Bankar og sjóðir lok-
aðir fyrir lánum til slíkra fram-
kvæmda. En þegar neyðin er stærst,
þá er jafnan hjálpin næst þrátt fyrir
allt. Kaupfélag Arnesinga hljóp
undir baggann með hinum nauð-
stöddu hjónum á Iðu. Kaupfélagið
lánaði þeim allt efnið í nýja húsið,
lét smíða gluggana í það, hurðirnar
o. fl. og flutti þetta allt austur á
byggingarstað. Smiðir buðust fyrir
væga greiðslu og nágrannarnir gáfu
vinnu sína við gröft og grjótflutn-
inga. Allt endurbyggingarstarfið
gekk eins og í sögu. Og eftir 33 daga
liðna frá brunanum, gátu hjónin
flutt í nýja íbúðarhúsið með heim-
ilisfólk sitt, þó að margt væri þar
ógert innan veggja og sumt aðeins
hálfgert.
Meðan á byggingarframkvæmd-
unum stóð, vann Ragnhildur hús-
freyja húsmóðurstörfin í útihúsi
æðrulaus og ánægð, eins og allt væri
í bezta lagi. Drengirnir hans lögðu
sitt til eftir megni og Sigurbjörn,
sem stundaði nám í Menntaskólan-
um, gaf föður sínum og stjúpu meg-
inið af vinnu sinni um sláttinn í
þeirri trú, að honum legðist eitthvað
til um það að standa í skilum með
allan námskostnaðinn. Og vissulega
sigraðist hann á því öllu saman.
„Enginn verður óbarinn biskup”,
stendur þar.
Fyrsta kvöldið, sem þau hjónin
lögðust til svefns í nýja íbúðarhús-
inu, fletti húsfaðirinn upp í biblí-
unni sinni eins og aftar, svo sem
eins og til þess að falast eftir speki-
orðum einhvers hinna vísu feðra.
Hin mikla bók birti honum 32.
kafla hjá Elíasi, 18. versið. Þar gaf
að lesa: „Mitt fólk skal búa í híbýl-
um friðarins, í heimkynnum örðug-
leikans, í hvíldarstað róseminnar".
Þessi ritningargrein varð húsbónd-
anum huggunarorð, sem gott var að
sofna við, þó að fjárhagurinn væri
uggvænlegur. Trúin veldur mestu.
Hún flytur 'fjöll. Sé hún nægilega
sterk, er hver og einn ósigrandi. Líka
í lífsbaráttunni. Já, ekki sízt þar.
Erfitt reyndist að standa í skilum
með afborganir og vexti af skuld-
um; búið var lítið og samgöngur
erfiðar. Það fór því svo, að afráðið
var fyrir þráláta áeggjan útibústjóra