Blik - 01.05.1967, Side 117
BLIK
115
Landsbankans á Selfossi að selja
jörðina. Það gerðist svo árið 1935.
Kaupandinn var landskunnur stjórn-
málamaður í Reykjavík. Hann vissi,
að þarna í Hvítá voru ailgóð skil-
yrði til laxveiða. Þar gat verið gott
að eyða tómstundum sínum milli
erja á fundum og amsturs í stjórnar-
ráðinu.
Salan á jörðinni var því skilyrði
háð, að seljandinn hefði ábúðarrétt
og not jarðarinnar með vægum
kjörum.
Brátt losaði þessi kaupandi sig
við jörðina. Hann seldi hana öðrum
veiðigörpum, þrem höfuðstaðarbú-
um, á sama verði og með sömu skil-
yrðum.
Þessir þremenningar höfðu áður
haft þarna veiðileyfi og voru því
kunnugir öllum staðháttum. Þeir
reyndust Einari Sigurfinnssyni góðir
landsdrottnar.
Með sölu jarðarinnar losnaði Ein-
ar við allan skuldabaggann, og bú-
skapnum héldu þau hjón á Iðu á-
fram á jörðinni næstu 20 árin.
Arin liðu ört og aldurinn færðist
yfir. Einyrkjabúskapur olli þreytu.
Þessvegna afréðu hjónin að hætta
búskap og létta af sér því amstri,
sem honum fylgdi.
Þegar hjónin hættu búskap á Iðu,
~ það var árið 1955, — höfðu þau
búið þar í 26 ár og Einar kominn
yfir sjötugt. — Hvert skyldi svo
halda?
Skín við sólu Skagafjörður, stend-
ur þar. Oft skinu safírarnir úti fyrir
suðurströnd landsins \'ið sjónum
þeirra hjóna, svo að þau dáðust að.
Oskaland í undirheimum hafsins! I
þessu óskalandi æsktu þau að setjast
að. Þau fluttu því til Vestmanna-
eyja. Hinn 7. júní 1955 fluttu hjónin
frá Iðu til Þorlákshafnar. Stigu þar
á skipsfjöl samdægurs bg Vonar-
stjarnan í tvennum skilningi fleytti
þeim til Eyja.
Nýtt umlnverfi, nýstárlegt lands-
lag. Hafið umlykjandi allt, stundum
spegilslétt og aðlaðandi, oft æst og
úfið. Nýtt fólk, starfsamt, viðmóts-
þýtt, greiðvikið, — gott fólk. Ef til
vill hefur hafið orkað á sálarlíf alls
þorra þess.
Já, hafið, óþrjótandi uppspretta,
- en kjark og karlmennsku þarf
til, eigi þar gull að grafast úr greip-
um Ægis.
Fyrst settust þau hjón að í hús-
eigninni Heiðartúni, sem stendur
svo sem kunnugt er, suðvestur af
íþróttavellinum. Þar leigðu þau hús-
næði eitt ár.
Arið 1956 festu þau kaup á hús-
eigninni Kirkjuvegi 29 í félagi við
Guðmund son sinn og konu hans.
Þessar tvær fjölskyldur hafa búið
þar síðan.
Fyrst framan af stundaði Einar
Sigurfinnsson venjulega verka-
mannavinnu hér í Eyjum. Vann t. d.
um eitt skeið við Gagnfræðaskóla-
bygginguna. Seinna réðist hann til
Landssímans og gerðist þar skeyta-
sendill. Þar bar skugga á fyrst í stað,
er Einar réðist til þess starfs, hversu
hann var ókunnugur fólki og íbúð-
um þess hér í bænum. En allt tókst