Blik - 01.05.1967, Page 119
BLIK
117
strönd, heimsótti Einar bóndi á Iðu á því langa ferðalagi. Mig langar til
son sinn þangað vestur og reið að birta hér nokkur erindi, sem þá
þangað einhesta. Ymislegt orti hann urðu til.
Lagt af stað:
Ég legg af stað í langa ferð,
þótt lítt sé kunnur braut.
Ég bið þig, faðir, fylg þú mér
og forða háska og þraut.
Ég bið þig vísa veginn mér
og vernda slysum frá,
og leiða aftur heilan heim;
þig herra treysti ég á.
I Saurbœ á Hvalfjarðarströnd:
Hérna lifði og ljóðin söng
lands vors æðsti prestur;
þótt kytran væri köld og þröng,
kvöldin stundum dimm og löng,
lýsir þaðan leifturvitinn be2tur.
Að Borg á Mjrum:
Ennþá Egils lifa ljóðin,
lifir þjóðarsálin sterk.
Einn við eigum sagnasjóðinn;
sígild lifa afreksverk.
Skallagríms ei skáli lengur
skín við sól á þessum reit;
margur hefur djarfur drengur
dáðir unnið hér í sveit.
Við Hallbjarnarvörðu:
Mér gefur sýn: í löngu liðna tíð
lít ég trúarhetju dauðastríð;
Mér finnst ég heyra bænarorðin bljúg,
en björt er heimvon fyrir náð og trú.
Yfir beðnum bjartur geisli skín,
bjart er kringum nafnið Yídalín.
Ennþá lifa leifturskeytin hans,
lands vors kirkju mesta ræðumanns.
Aftur heim á Iðu:
Heim, ó, heim, hve hjartað fagnar mitt.
Heim, ó, heim, ég lofa nafnið þitt,
sem leiddir mig um langa, farna braut,
Af öllu góðu er allra bezt samt heima.
Elsku guðs má sízt af öllu gleyma.
A Þingvöllum:
Hérna efldist þor og þrek
og þroski í hug og sál.
Hingað þjóðin lagði leið,
að leysa vandamál.
Söm er ennþá vatnsins vídd
og virkisbjörgin há.
Svipur lands er sami enn,
og söm er Hrafnagjá.
Þessi voru börn Kristínar Guð-
mundsdóttur, móður Einars Sigur-
finnssonar, og stjúpa hans Sigurð-
ar Sigurðssonar:
1- Sigurður, f. 20. okt. 1888, gift-
ur Ingiríði Gestsdóttur frá Flag-
bjarnarholti í Rangárvallasýslu.
Hann lézt 1928.
Þau hjón bjuggu í Lágu-Kotey.
2. Guðmundur, f. 1. maí 1890.
Hann nam úrsmíði í Reykjavík.
Fluttist síðan til Winnipeg og lézt
þar á bezta aldri.
3. Guðlaugur, f. 12. ágúst 1892.
Dó 12 ára gamall.