Blik - 01.05.1967, Qupperneq 120
118
BLIK
4. Kristín, f. 17. ágúst 1893, gift
Indriða Guðmundssyni í Grinda-
vík. Hún er nú ekkja.
5. Sigurlín, f. 28. nóv. 1894. Lézt
15 ára gömul.
7. Jóel, f. 30. marz 1897. Hann
nam búfræði og býr í Danmörku,
kvæntur danskri konu.
8. Jakobína, f. 6. jan. 1900. Dáin
1914.
9. Magnús, f. 8. maí 1901, bóndi
í Lágu-Kotey um árabil. Fluttist
þaðan í Kópavog. Hann er kvænt-
ur Margréti Egilsdóttur og á 11
börn.
10. Kjartan, f. 20. maí 1902. Dó
ársgamall.
11. Sigurður, f. 9. nóv. 1903, bóndi
í Skammadal. Kvæntur Vilborgu
Arnadóttur. Þau eiga 3 börn.
12. Þuríður, f. 6. apríl 1906. Hún
lézt 1931, ógift og barnlaus.
13. Stúlkubarn fætt andvana 14.
febr. 1908.
14. Ágústa, f. 7. ágúst 1909, gift
Sören Bogeskov. Þau búa í Revkja-
vík og eiga 3 dætur.
Römm er sú taug,... Alltaf
þráði Einar Sigurfinnsson að heim-
sækja átthagana, æskuslóðirnar, eftir
að hann fluttist hingað til Evja.
Loks lét hann verða af því. Það
var sumarið 1963.
Þá fannst honum mikil breyting
á orðin í átthögunum, breyting á
aðstöðu allri til búskapar og ferða-
laga. Á fáum klukkutímum fara
menn nú langleiðir, sem fyrr þurfti
marga daga til. Og nú er þotið í
bifreiðinni, setið þar í hægu sæti
þurr og hreinn. — Eitiari fannst
æskusveitin sín Meðalland gjör-
breytt. Áður var hún votlend að
megin hluta, vegalaus og sundur-
skorin, umkringd af vötnum og fok-
sandsgárum. Allgott vegasamband
var nú orðið um sveitina. Votlendi
ræst frarn með djúpum skurðum og
þurrkað, svo að ganga má þurrum
fótum, þar sem áður voru keldur,
fen og tjarnir. Forsandsflákar hafa
verið girtir af, svo að þeit hafi næði
til að gróa. Tún fara stækkandi á
hverju oyggðu bóli og bústofn vax-
andi að sama skapi.
Þrátt fyrir allar þessar framfarir,
sem skapa stórbætta aðstöðu til bú-
reksturs og aukins menningarlífs í
byggðinni og bættrar afkomu, fækk-
ar þar byggðum býlum ár frá ári og
svo fólkinu.
Omurlegast þótti Einari Sigur-
finnssyni að sjá í sveitinni sinni rústir
eða auðar tóftir, þar sem áður voru
fjölmennir bústaðir, mikið starfað
og líf og fjör í mannlífinu.
Eins og fyrr er getið var Sigur-
björn piófessor Einarsson kjörinn
biskup yfir Islandi 2. apríl 1959.
Vígslu hlaut hann 21 júní um
sumarið. Og vígsludagurinn bar upp
á 72. afmælisdag móður hans sál-
uðu, Gíslrúnar Sigurbergsdóttur,
húsfreyju á Syðri-Steinsmýri.
Af bljúgum huga fullum bakk-
lætis til föður ljóssins og lífsins
orti biskupsfaðirinn, hinn trúarheiti
Einar Sigurfinnsson, trúarljóð, er
hann sendi syni sínum eð lokinni