Blik - 01.05.1967, Síða 123
BLIK
121
kaupmanni kölluðu hákarlinn á
danska vísu. Hákarlslifur hét hjá
þeim í daglegu tali „Havkalvelev-
er". Þannig er hún einnig nefnd í
verzlunarbókum Austurbúðarinnar.
Þegar lifrinni var skipað upp úr
skipunum, stóð formaðurinn á
klöppinni, þar sem lifrarstamparnir
voru íátnir á land, því að engin var
bryggjan í verstöðinni þá. Hann
taldi lifrartunnurnar eða stampana
(málin) fyrir hönd útgerðarinnar og
skipshafnarinnar. Við hlið formanns-
ins stóð einhver búðarþjónninn eða
„utanbúðarmaðurinn" hjá Bryde
kaupmanni og gætti hagsmuna verzl-
unarinnar. Margt flaug þá spaugs-
yrðið milli þeirra, ef vel hafði afl-
azt og gleðin ríkti í hug og sinni
formannsins. Stundum sagði for-
maðurinn „búðarlokunni" veiðisög-
ur, — oft ýktar vel, svo að þær urðu
að einskonar „laxveiðisögum".
Stundum aðeins skrítlur frá hákarla-
legum eða lúðudrætti. Já, margt
spaugilegt á sér stað á sjó, sagði
formaðurinn og fullyrti, að þar bæri
það oft við, að „selur væri skotinn
í augað."
Opnu skipin, sem notuð voru í
hákarlalegurnar, voru fremur lítil,
— 6- og 8-æringar, frá 26—33
feta langir milli stafna, með 18—
20 manna áhöfn. Þetta voru hin
svokölluðu vetrarvertíðarskip á tím-
um hákaríaveiðanna. Hin stærstu
skipin, teinæringarnir og tólfæring-
arnir, voru þá úr sögunni, — úr sér
gengin.
Fyrir 8-æringinn — 4 árar á borð
— voru goldnir 4 hlutir af óskipt-
um afla, — fjórir mannshlutir. Att-
æringarnir voru kallaðir skip í dag-
legu tali.
Væri hinsvegar um 6-æring að
ræða, var hann kallaður bátur. Þar
voru sem sé 3 árar á borð og goldnir
fyrir bátinn 3 mannshlutir í leigu.
Alíir minni bátar en þessir, voru
kallaðir jul, hvor sem 1 eða 2 hlutir
voru goldnir eftir þá.
Auk þeirra hluta, sem teknir voru
í bátsleigu, var tekinn einn beitu-
hlutur af hákarlslifrinni og tveir
hlutir fyrir lán á sókninni, og akkeri
með járnfesti, sem nam 5—6 föðm-
um (10—12 m), og var sá keðju-
stúfur ofan við akkerið kallaður
„forhlaupari". Þá var tóg til þess
að liggja við. Það var allt að 120
faðmar á lengd. Þessum legufærum
fylgdu einnig handfæri úr gildri línu
með sökku, sem var oftast 8 pund
(4 kg) á þyngd, og öngull, hákarls-
öngull. Hann var með segulnagla
(sigurnagla). Þar í var fest smágerð
járnfesti 2 — 3 faðma löng. Einnig
var ofan við sökkuna eða lóðið festi
um það bil 1 faðmur á lengd. I hana
var svo færið bundið. Þessi festar-
stúfur ofan við sökkuna var kallaður
bálkur. Járnfestar þessar voru nauð-
synlegar til þess að hindra, að „sá
grái" k'ippti sundur öngultauminn
eða færið næst fyrir ofan sökkuna
með hinum ofurbeittu sköflum sín-
um.
Oll þessi veiðitæki til hákarlaveið-
anna áttu skipeigendur að hafa til
reiðu ásamt 3—4 skutlum (hákarla-