Blik - 01.05.1967, Side 125
BLIK
123
skutlum), skutultaug, skutulsköftum
sem voru laus í skutlinum, 4 hnífum
eða sveðjum með 18 þumlunga (41
sm) löngu blaði flugbeittu á 2 álna
skafti. Þá fylgdi einnig veiðitækjun-
um „drepari", hnífur af slíkri stærð
og hinir fyrrnefndu, en blaðið á
dreparanum var tvíeggjað. — Þá
má ekki gleyma tromphnífnum.
Hann var hálfpípulagaður með á-
vala egg, — og með járn- eða tré-
skafti. Þá er eftir að nefna tromp-
tógið eða trompfestina og nokkrar
ífærur eða knúbakka. Það voru
ýmist langir eða stuttir járnkrókar
gildir en agnhaldslausir. Stundum
voru á þeim tréskaft.
Allan þennan búnað, öll þessi á-
höld, allar birgðir til hákarlaveið-
anna þurftu hákarlaformennirnir að
hafa til reiðu og á vísum stað, hve-
nær sem til þurfti að taka á tímanum
frá vetrarnóttum til vordaga. Einnig
mátti ekki vanta næga beitu, þ. e.
hangið hrossakjöt og svonefnt blóð-
kjöt. Svo nefndu menn hrossakjöt af
blóðvelíi, látið í ílát ásamt blóðinu,
er hirt var til að geyma kjötið í.
Flestir létu ögn af rommi í blóðið,
svo að það rotnaði síður. Með hrossa-
kjötinu þótti gott að hafa selskjöt og
spik. Til þess að hafa það rétt „mat-
reitt" var selur, — oftast smærri sel-
ur, — ýldaður 2—3 mánuði. Var
hann þá heill með innyflum látinn
í fjós, svo að hann gæti úldnað sem
mest og bezt. Af allri þessari hákarls-
beitu var hin sterkasta og versta ó-
lykt, og ekki sjóveikum hent að vera
nálægt, er önglarnir voru egndir
fyrir hákarlinn. Það verk var ætlað
einhverjum þeim manni, er vann
bezt í sæti sínu sökum stirðleika og
ekki þótti snúningaliðugur við önn-
ur störf á skipinu, til dæmis við
skurð á hákarlinum. Þó varð þessi
beitumaður að kunna verk sitt,
kunna að laga beituna, egna öngul-
inn eftir því sem siðvenja var og
bezt hafði reynzt til veiða. En brjóst-
heill þurfti beitumaðurinn að vera
og laus við sjóveiki, því að stækjan
var römm af beitunni, lyktin ferleg.
Oþefinn lagði fyrir brjóst.
Einnig var saltað selspik notað til
beitu. Var þá skinnið haft við spikið
til þess að beitan héldist betur á
önglinum.
Kjötið og spikið var skorið í ten-
inga og hákarlskróknum krækt í
gegnum þá, hulinn þannig með þeim
upp að segulnagla, og svo venju-
lega hafður stór þríhyrndur biti á
oddi öngulsins. Annar bitinn á
öngulskaftinu var reykt hrossakjöt
eða kasúldið, en hinn bitinn saltað
selsspik.
Þegar hákarl var fenginn, var tek-
inn úr honum gallpungurinn og
gallinu rjóðað á beituna. Það þótti
gefast vel.
Hákarlsfærið með sökku, öngli,
bálki og taumi var kallað sókn eða
hákarlssókn.
Venjulega var tveim færum rennt
niður undir eins sitt á hvoru borði.
Stundum voru þó notaðar þrjár sókn-
ir til að byrja með til þess að hæna
hákarlinn að, gera meiri brá í sjóinn.