Blik - 01.05.1967, Page 126
124
BLIK
Á hverju ári valdi Skipaábyrgð-
arsjóðurinn hér þrjá menn til þess að
yfirlíta öll vetrarvertíðarskipin, sem
tryggð voru í Skipaábyrgðarsjóðn-
um, yfirlíta siglutré og segl skipanna
og árar, öll veiðitækin til hákarla-
veiðanna og ekki sízt legufærin.
Eftirlitsmennirnir sendu síðan sjóð-
stjórninni skýrslur um ástand hvers
skips og veiðitækjanna.
Styrkleiki legutóga var reyndur
þannig, að annar endi tógsins var
bundinn fastur, en 12 frískir karl-
menn toguðu í hinn endann svo sem
þeir orkuðu. Sóknarfærin voru reynd
á sama hátt, en þá toguðu aðeins 3
menn í spottann.
Tógin og færin voru talin ófúin, ef
þau þoldu þessi átök.
Flestir formenn höfðu sérstakar
gætur á, ef einhverjir „kölluðu til
hákarla". Ástæðan var sérstaklega
sú, að oftast vildi reynast þýðingar-
laust að fara í „túr" í nálægri tíð,
eftir að einhver hafði hleypt niður
hákarlsskrokkum, nema liggja á
mjög fjarlægum slóðum. Væri það
vitað, að einhver hefði hleypt niður
hákarlsskrokkum austan við Holts-
hraun t. d., þá þótti öruggast að
renna ekki vað sínum nær þeim
stað en suðvestur af Geirfuglaskeri.
Það var sem sé trú manna, að há-
karlar flykktust að um langan veg
til þess að éta dauða bræður sína og
sinntu þá ekki beitu, hversu lyktar-
sterk og ljúffeng sem hún væri.
Sumir ályktuðu, að hákarlinn yrði
veikur af hákarlsátinu og liti þess
vegna ekki við beitu.
Það kom oft fyrir, þegar óvanir
menn voru undir sókn og smáir há-
karlar bitu á, að ekki var nema haus-
inn á önglinum, þegar upp var dreg-
ið. Þeir hinir lifandi höfðu étið þann,
sem fastur var, án þess að maðurinn
„undir sókninni" yrði þess var. Ekki
þótti sá mikill eða góður „vaðar-
maður", sem þetta lét henda sig,
enda þótt „sá grái" færi hægt að
öllu.
Hjá þeim, sem kunnu og fundu
svo að segja, hvað gerðist niður við
botninn eða meðan sóknin var dreg-
in upp, kom þetta aldrei fyrir.
Ekki mátti hákarlasjómennina
næringu skorta. Skipshöfnin var
nestuð til 2 — 3 daga. Þar var með
í förum kjöt, smjör, harðfiskur,
brauð og 3—4 pottar (lítrar) af
brennivíni til þess að endurlífga
brjósthýruna, ef hún skyldi ganga
til þurrðar hjá einhverjum skips-
mannanna í vosbúðinni og kuldan-
um! — Kaffi var lagað á eirkatli og
hitað á lítilli eldavél frammi í barka
skipsins. „Komfyr" var hún kölluð.
Eldsneytið var kol og spýtur. Kaffið
var drukkið úr krúsum eða föntum,
handarhaldslausum leirkrukkum.
Síðast skal svo talinn stór vatns-
kútur með drykkjar- og kaffivatni
handa skipshöfninni.
Nú hafa öll tæki og áhöld verið
borin í skipið og allt annað, sem
þar á og þarf að vera. — Síðan
leggjum við af stað í „hákarlatúr-
inn". Formaðurinn ætlar austur í
Fjallasjó, austur fyrir Holtshraun,