Blik - 01.05.1967, Page 127
BLIK
125
því að þar er jafnan mest veiðivon-
in, fyrst enginn hefur hleypt þar nið-
ur hákarlsskrokkum að undanförnu.
Svo er skipi ýtt úr vör, Læknum,
lagðar úr árar og damlað austur úr
Leiðinni. A meðan les skipshöfnin
berhöfðuð sjóferðabæn sína og rækir
þannig kristilegar skyldur sínar við
kirkju og kristindóm, guð og allar
góðvættir, en þó fyrst og fremst við
sjálfa sig.
„I skaparans nafni ýtt var út
opnu skipi, er leyst var festi."
Svo kveður Jakob skáld Thorar-
ensen í hnyttnu og mergjuðu kvæði
um hákarlabeserkina íslenzku.
Og því ekki að láta gamminn
geisa og sigla blásandi byr á slóðir
„hins gráa", svo að sjóði á keipum
og fossi við stafna alla leiðina austur
fyrir Hraun? Það gerum við vissu-
lega.
Við virðum svo fyrir okkur þessa
veðurbitnu karla á leiðinni austur.
„Sikpverjar allir áttu þar
einhvern skyldleikasvip í framan,
útigangsjálkar allir saman,
um það hörundið vitni bar.
Stæltur var armur, breitt var bakið
og brjóstið harðnað við stormsins slag,
seigluna gátu og vaskleik vakið
vetrarins armlög nótt og dag."
Og svo erum við þarna fyrir aust-
an Holtshraunið. Akkeri er hleypt
til botns og legutógið gefið út á
tamp. Brátt tekur skipið við sér.
„Jafnan var demt á dýpstu mið,
dregnar inn árar, lagst við stjóra.
Nútíð mun naumast fyrir óra,
hve napurt var þar að leggjast við."
Þá er gripið til hákarlasóknanna.
Hinir vönu og síður velgjugjörnu
karlarnir, sem þola lyktina af beit-
unni, raða hrossakjöts- og selsspikc-
teningunum á önglana eða hneifarn-
ar og svo er sóknunum rennt til
botns í drottins nafni, einni á hvort
borð miðskipa og þeirri þriðju í
framrúmi.
Þegar sakkan hefur fundið botn-
inn, er tekið grunnmál: Sóknarfærið
er dregið upp, svo að öngullinn með
beitunni lyftist eilítið frá botni.
Svo er „setið undir": beðið eftir
því, að „sá grái" girnist hina góm-
sætu rétti á önglinum. Og viti menn!
Brátt er „gráni" á. Þó það nú væri,
að hann kynni að meta kasúldið
blóðket með þráu selsspiki og allt
gagnsýrt af rommi!
Tveir hásetanna draga skepnuna
að borði. Sá þriðji tvíhendir skut-
ulinn, viðbúinn að skutla í fiskinn
stóra, þegar hann nálgast yfirborð
sjávarins. Aðrir munda ífærur eða
knúbakka til þess að tryggja það enn
betur, að skepnan sleppi ekki af
sóknarönglinum, þegar hún brýst
um með heljarviðbrögðum og
bægslagangi.
Brátt hefur skipshöfnin óskorað
vald á hákarlinum. Þetta er stór og
dýrmætur dráttur, þarna sem hann
liggur við skipshliðina með kviðinn
upp. Þá er drepurinn tvíhentur og
skepnan rist á kviðinn að endilöngu.