Blik - 01.05.1967, Side 129
BLIK
127
Kaldari hef ég hvergi frétt
kafalds heldimmar vetrarnætur.
Stormur ýskraði og Ægisdætur
öðru hverju þeim sendi skvett.
Þær höfðu á því mestar mætur
í myrkrinu að taka þannig sprett.
En þarna var ófalskt íslenzkt blóð,
orka í gleði’ og seigar taugar.
Hörkufrostin og hrannalaugar
hömruðu í skapið dýran móð.
Orpnar voru þeim engir haugar,
en yfir þeim logar hróðurglóð."
Við kjöltrompum allt að 30 há-
karla í þessari legu, og úr þeim fá-
um við um það bil 50 tunnur af
lifur. Þó var „sá grái'' býsna tregur
á köflum.
„Því hann hafði jafnan hákarlinn
hugleitt það vel og rökum metið,
hvort ginnandi hráa hrossaketið
holt mundi fyrir skoltinn sinn.
En aldrei gat hann þó á sér setið,
og upp var hann boðinn velkominn.
Einn vænan hákarlsskrokk inn-
byrðum við undir það síðasta og höf-
um hann með okkur heim og verk-
um til matar.
Hina skrokkana látum við sökkva
til botns, þegar legu er lokið, með
því að losa annan enda trompfest-
arinnar eða — tógsins og draga síð-
an taugina til okkar. Losna þá
skrokkarnir hver af öðrum af henni
og leita botnsins.
Við skulum svo ímynda okkur all-
an þann „handagang í öskjunni",
þegar allir grábræðurnir, svona auð-
veldir viðfangs, nálguðust botninn.
Þar hefur margur fengið fullan kvið,
og ef til vill orðið bumbult af of-
átinu, eins og okkur tvífætlingunum
stundum.
Þegar í höfn er komið, leggjv.o
við fleytunni upp að Stokkhellunni
austanverðri og þar berum við lifr-
arstampana á land á kaðalbörunum
okkar, og rembumst við að bera þá
alla leið austur að bræðsluskúr Aust-
urbúðarinnar, sem stendur þá og
staðið hafði um aldaraðir á hraun-
brúninni fyrir austan verzlunarhúsið
rétt vestan við Skanzinn.
Þorvaldur Thoroddsen fullyrðir
í ritum sínum, að verð á hákarlslifur
hafi verið 50—60 kr. tunnan á
Norðurlandi framan af árum eftir
1860 að hákarlaveiðar fóru þar mjög
í vöxt. Jafnvel hafi verðið komizt
upp í 70 kr. fyrir tunnuna, þá bezt
lét í ári. Árið 1896 hafi verðið hins-
vegar verið fallið niður í 24 kr.
Ég hefi mér til glöggvunar
skyggnzt í bækur Godthaabs- og
Brydeverzlunarinnar eða Austurbúð-
arinnar frá þessu árabili og fundið
þar ýmsan fróðleik um hákarlaveið-
ar í Vestmannaeyjum.
Einu sinni á árinu 1863 leggur
þilskipið Helga upp 4!4> tunnu af
hákarlslifur og fær fyrir tunnuna 12
ríkisdali eða 24 krónur.
Árið 1864 leggur sama skip upp
13 tunnum af hákarlslifur og fær
fyrir þær allar 190 ríkisdali eða um
14 ríkisdali og 64 skildinga fyrir
tunnuna, þ. e. kr. 29,33 (broti úr
skildingi er sleppt).
Árið 1865, frá 14. febr. til 11.
maí kaupir Brydeverzlun 149 tunn-