Blik - 01.05.1967, Page 130
128
BLIK
ur hákarlslifur af 7 skipum, tveim
þilfarsskipum og fimm skipum, og
þá er verðið 13 ríkisdalir eða 26
krónur fyrir hverja tunnu.
Um þetta bil virðist hætt að til-
greina verð lifrarinnar á hverri
tunnu í bókum verzlunarinnar, held-
ur er hver skipshlutur reiknaður út
að verðgildi. Dæmi:
Opna skipið Fortunatus leggur á
land hákarlslifur 24. marz 1876.
Innleggið er þannig fært í verzlun-
arbækur Godthaabverzlunar:
Pr. Havkalvelever 7 hl. kr. 26,04
Hospitalshlut 0,96
Þessir 7 hlutir eru sem hér segir:
4 hl. til skipsins, því að Fortunatus
er 8-æringur.
2 hl. eru sóknarhlutir með legu-
færum.
1 hl. er beituhlutur.
Annað dæmi tek ég úr reikningi
Auróru, 8-ærings Arna Einarssonar,
bónda á Vilborgarstöðum, o. fl.
1877, 1. marz. Pr. hákarlslifur:
4 hl. kr. 66,60 (Skipshlutir)
2 hl. kr. 33,30 („Redskapererne")
1 hl. kr. 16,65 (Beitan)
Þegar svo líður fram og nálgast
árin 1890, er styttast tekur mjög í
hákarlaveiðunum vegna tregs afla,
láta verzlanirnar í Eyjum skrá verð
á lifrartunnu hverri í verzlunarbæk-
urnar.
Lifrarinnlegg „Dækskipet",
„Galeasen", „Skonnerten", „Nept-
unus":
Árið 1887:
18. apríl
12. júní
18. ágúst
26. ágúst
11. okt.
109 tunnur
32
96
24 —
59
Árið 1888:
9. apríl 60 tunnur hákarlslifur.
2. júní 14 tunnur hákarlslifur.
8. ágúst 52þ^ tunna hákarlslifur.
Árið 1889:
31. maí 8 tunnur hákarlslifur.
20. júlí 136 tunnur hákarlslifur.
2. sept. 32 tunnur hákarlslifur.
Árið 1890:
1. júlí 9 tunnur hákarlslifur.
18. ágúst 54 tunnur hákarlslifur.
Öll þessi 4 ár er verðið á hákarla-
lifrinni hið sama, kr. 12,00 fyrir
hverja tunnu upp úr skipi.
Skipstjóri á þilskipinu Neptunusi
var Sigurður Sigurfinnsson í Böston.
Hann var líka einn af 4 eigendum
skipsins. Hinir voru þau Kristín Ein-
arsdóttir ekkja í Nýjabæ, systir Árna
bónda Einarssonar á Vilborgarstöð-
um, Gísli Stefánsson í Hlíðarhúsi
og Sigurður Sveinsson „snedker" í
Nýborg.
Þessi stutta veiðiskýrsla Neptun-
usar veitir okkur eilitla hugmynd
um það, hversu hákarlinn gekk til
þurrðar á Vestmannaeyjamiðum ár
frá ári um þetta árabil. Það veldur
því öðrum þræði, að veiðarnar leggj-
ast alveg niður. Einnig stuðlar hið
lága verð á lifrinni að því sama.