Blik - 01.05.1967, Síða 131
BLIK
129
Eins og ég drap á áðan í grein-
arkorni þessu, þá getur Þorvaldur
Thoroddsen þess í ritum sínum, að
hákarlslifrarverðið hafi numið 50—
60 krónum á tunnu, fyrst eftir að há-
karlsveiðar hófust við Norðurland
eftir miðja 19. öldina, en verið fallið
niður í 24 krónur 1896.
Eftir þeim tölum, sem hér eru birt-
ar um verð á hákarlslifur, sem teknar
eru upp ur verzlunarbókum einokun-
arverzlunarinnar hér í Eyjum, nemur
verð hákarlslifrarinnar á tunnu um
það bil 50% af því verði, sem norð-
ienzkir sjómenn fengu fyrir lifrina
á sama tíma. Hvað veldur? Eg geri
ráð fyrir, að norðlenzkir lifrarkaup-
endur hafi selt hákarlsiýsið á sama
heimsmarkaðsverðinu og einokunar-
kaupmaðurinn í Vestmannaeyjum.
Hvað veldur þá þessum mikla verð-
mun? Gæti ástæðan verið sú, að
Norðlendingar höfðu myndað með
sér verzlunarsamtök til kaupa á al-
mennum nauðþurftum og sölu á af-
urðum sínum, — Gránufélagið? í
Vestmannaeyjum fundust engin slík
samtök með almenningi. Þar var
einokunarverzíunin alls ráðandi. Ef
þetta skyldu vera staðreyndir, mættu
þær vissulega sannfæra okkur öll
um blessun samtakanna, máttinn til
þess að þoka steininum af veginum,
eins og Jónas Halgrímsson kveður
um og hvetur til.
(Ur dánarbúi Gísla heitins Lárus-
sonar í Stakkagerði, hins fjölfróða
útgerðarmanns og gullsmiðs, sem
var fæddur og alinn upp hér í Vest-
mannaeyjum og í ríkum tengslum
við atvinnulíf Eyjabúa frá bernsku-
aldri, bárust mér á sínum tíma ýms-
ar minnisbækur, er geymast skyldu
í Byggðarsafni Vestmannaeyja. Ein
þessara bóka er skrifuð með blýanti.
Þar hefi ég fundið meginefni þess-
arar greinar minnar um hákarlaveið-
arnar í Vestmannaeyjum, flest, sem
varðar áhöld, nesti, skip og báta).
„SauSheimskur", segja menn
Sýslumáður ekur efdr veginum. Efjá
honum í bifreiðinni sitja tvær per-
rónur, sem eru vottar að því, sem við
ber.
A miðjum veginum stendur ær,
sem jarmaraumlega og sárt og hreyf-
ir sig hvergi, þótt bifreiðin nálgist.
Hinn tigni embættismaður verður að
'stöðva bífreiðina til þess að eiga það
ékki á hættu að aka á kindina. Þegar
hann stígur út úr farkostinum ril
þess að stugga við skepnunni, röltir
ærin jarmandi út af veginum og ber
sig svo kynlega, að sýslumaður sér
ástæðu til að elta hana. I Ijós kemnr,
að ærin er tvílembd og á bæði lömb-
in sín föst á ullinni í gaddavírsgirð-
ingu þar skammt frá. Naumast þarf
að taka það fram, að sýslumaðurinn
innti af hendi miskunnarverkið af
mikilli ánægju.
Eftir þetta segist hann hafa veigr-
að sér við að segja mennsauð-
heimska.
9