Blik - 01.05.1967, Síða 132
Þorsteinn Þ. Víglundsson:
Solveig Pálsdóttir, ljósmóðir
Fyrir fáum árum sýndi Ragnar ráðu-
nautur Asgeirsson Byggðarsaíni
Vestmannaeyja þá góðvild að gefa
því myndina hérna á blaðsiðunni til
hægri.
Myndin er af ömmu hans, Sol-
veigu Pálsdóttur, Ijósmóður, sem er
ein hin merkasta kona, er hér heíur
búið og starfað.
Solveig ljósmóðir var dóttir prests-
'hjónanna á Kifkjubæ hér í Eyjurn,
'séra Páls skálda Jónssonar og Guð-
rúnar Jónsdóttur ljósmóður. Þessi
prestshjón voru bæði komin af merk-
um bænda- og embættismannaætt-
úm og sumir forfeður þeirra kunnir í
sögu þjóðarinnar. Hér í Bliki verður
ekki farið út „í þá sálma” að sinrii.
PrestShjónin séra Páll og Guðrún
eignuðust 13 börn að sagt er, þótt
mér hafi ekki tekizt að finna fleiri en
11 þeirra í heimildum. Fimm barna
þeirra hjóna komust til manndóms-
ára. Flést hinna dóu ung.
Solveig ljósmóðir fæddist að Búa-
stöðum í Eyjum 8. okt. 1821 að
seinni tiðarmenn télja, enda þótt
kirkjubókin kveði hana fædda 21.
september það ár.
Þegar hún fæddist, hafði séra Páll
skáldi, faðir hennar, verið aðstoðar-
prestur í Vestmannaeyjum í 3 ár hjá
séra Bjarnhéðni Guðmundssyni,
sóknarpresti, en hann lézt haustið,
sem Solveig fæddist. Fékk þá faðir
hennar brauðið og prestssetursjörð-
ina að Kirkjubæ til að búa á. Þar ólst
síðan Solveig Pálsdóttir upp.
Þessi unga prestsdóttir á Kirkjubæ
'hlaut það hlutskipti í lífinu að verða
veigamikill aðili að þáttaskiptum í
lífi sveitunga sinna á sínúm tíma, er
hinar sorglegustu sjúkdómsþrenging-
ar þjökuðu Eyjabúa. Þá gat hún sér
þann orðstír, sem ekki má algjörlega
liggja í þagnargildi ö'l'lu lengur.
Um tvítugt afréði Solveig Páls-
dóttir að gerast ljósmóðir eins og
móðir hennar, sem þó hafði lítið
lært til þeirra verka. Solveig vildi
verða „lærð" Ijósmóðir, — sigld
ljósmóðir. Til þess að öðlast full-
komna fræðslu í ljósmóðurfræðun-
um, eftir því sem þá voru bezt tök
á að tileinka 'sér þau, þurfti hún að
sigla til Kaupmannahafnar og fá þar
námsvist á Fæðingarstofnun borgar-
innar.
Miklar likur eru til þess, að hinn
dariski héraðslæknir þá hér í Eyjurn,
dr. Iversen Haaland, hafi hvatt Sol-
veigu Pálsdóttur til þess að nema